Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 09:02 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur upplifað erfiða daga síðan íslenska landsliðið lauk keppni á HM. Alltof snemma að margra mati en fimm sigrar í sex leikjum dugðu ekki. Vísir/Vilhelm Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira