Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar 31. janúar 2025 08:31 Þegar þessi pistill er ritaður eru örfáir tímar síðan ríkissáttasemjari setti fram innanhústillögu sína til að reyna að höggva á hnútinn í deilu kennara og Sambands íslenskar sveitafélaga. Viðbrögð mín við þessum fréttum sem kennari eru blendin. Vissulega ákveðin óvissa þar sem ég veit ekkert meira um málið en hefur komið fram í fréttum. Samt smá léttir yfir því að mögulega sé komin fram einhverskonar lausn á þessari deilu. Lausn, sem kannski er hægt er að byggja á til framtíðar. Það eru búin að vera þung skref að fara í verkfall sem var svo frestað eftir viku og horfa núna fram á að vera aftur á leið í verkfall eftir helgi. En það er líka mikil hræðsla um að þetta sé mögulega lokanaglinn í kistuna, ef þannig má að orði komast, í þeirra vegferð að bæta stöðuna í mönnun skólanna sem er mikilvægt til að hægt sé að byggja upp öflugra menntakerfi. Hljómar mjög dramatískt hjá mér en það er nú einu sinni þannig að það er erfitt að treysta þegar reynslan sýnir að íslenskt samfélag forgangsraðar ekki börnum þegar kemur að gæðum á þjónustu. Reynslan segir mér að þetta snýst meira um að spara sem mest ef það er mögulega hægt að komast upp með það. Myglaðar skólabyggingar eru gott dæmi. Skortur á viðhaldi á skólahúsnæði hefur verið algjör og hefur skilað okkur mygluðum skólum sem hafa kostað kerfið mikið. Það virðist eins og það séu gerðar lægri kröfur til húsnæðis og aðbúnaði á „vinnustað“ barna. Annað gott dæmi er mikill skortur á útgáfu á námsefni af hálfu ríkisins fyrir íslenskt skólakerfi. Álagið á skólakerfið vegna skorts á góðu námsefni er mikið. Það litla sem gefið er út er margt af lélegum gæðum, uppfullt af villum sem eru ekki einu sinni leiðréttar fyrir endurprentun. Til að snúa við stöðunni í námsgagnframleiðslu þarf að koma til risa innspýting og metnaðarfyllri stefna MMS og þessu þarf að fylgja fé og nóg af því. Börn eiga betra skilið. Skýrasta dæmið er samt launastefnan sem er í gangi gangvart fólki sem sinnir börnum. Eftir því sem ég skoða fleiri launatölur þá verð ég altaf meira svekkt yfir því samfélagi sem við búum í. Ég vissi að mikill launamunur væri í mörgum tilfellum á milli almenna og opinbera geirans en ég vissi ekki að hið opinbera væri með jafn klára mismunun í sínu eigin kerfi, þ.e.a.s. að háskólamenntaðir sérfræðingar (kennarar) sem vinna með börnum væru lægra launaðir eftir 30 ára farsælt starf en starfsmaður með enga háskólamenntun, engin mannaforráð og litla ábyrgð á skrifstofu Sambands íslenskra sveitafélaga, nýbyrjaður í starfi. Þetta dæmi sýnir mögulega forgangsröðunin hjá sveitarfélögunum. Hvernig er hægt að treysta á virðismat sem samfélag með þessa forgangsröðun framkvæmir. Þegar ég horfir upp á forgangsröðun þeirra sem stýra launastefnu sveitarfélaganna vitandi það að mannekla í leikskólum veldur því að sveitarfélögin brjóta lög á börnum á hverjum degi þar sem það vantar 2500 menntaða starfsmenn til starfa í leikskólum landsins til að uppfylla lög um rekstur leikskóla. Á sama tíma vantar líka 4000 grunnskólakennara til starfa í grunnskólunum sem setur verulega í hættu að hægt sé að fylgja stefnu um jafnrétti til náms. Þegar staðan er þessi þá missi ég vonina um að sama samfélag eigi eftir að komast að þeirri niðurstöðu í virðismati að það eina í stöðunni sé að meta þetta starf að verðleikum og leiðrétta launin þannig að þau endurspegli mikilvægi þess og þá ábyrgð sem það felur í sér. Þannig, og aðeins þannig getum við byrjað að endurheimta menntað fólk aftur inn í stéttirnar og tryggt að þegar ungt fólk íhugar námsleiðir í háskóla að kennaranám sé möguleiki fyrir það. Kannski er eina lausnin að treysta og vona að samfélagið hafi séð ljósið. Þetta virðismat er ekki eitthvað sem er aðeins fundið upp hér á landi heldur er þetta alþjóðlega viðurkennt kerfi þannig mögulega er þetta eitthvað sem hægt er að byggja á. Það þarf eitthvað að gerast svo mikið er víst. Ástandið eins og það er núna og er búið að vera lengi gengur a.m.k. ekki. Að halda inn á nýja braut er alltaf ógnvekjandi en það getur líka verið sóknarfæri og það má enginn vera hræddur. Hvort mín forysta ákveður að segja já við þessu útspili ríkissáttasemjara eftir að hafa skoðað það betur verður að koma í ljós. Ég treysti þeim til að taka rétta ákvörðun. Segi hún já við þessari innanhústillögu þá á tillagan eftir að fara fyrir félagsmenn allra félaganna sjö og erfitt er að átta sig á því hvernig það fer. Vandamálið er traust eða kannski frekar skortur á því. Það er erfitt að treysta á kerfi sem hefur unnið skipulega að því að tala niður stéttina svo mánuðum skiptir og alltaf reglulega síðustu árin. Framámenn í atvinnulífinu hafa líka verið duglegir að tala stéttina niður. Fólkið með ofurlaunin hefur ekki hikað að tjá sig, oft óumbeðið, í umræðum um að kennarar vinni lítið, hvað frammistaða þeirra sé ömurleg, hvað þeir hafi það nú gott að þeir eigi að hætta að væla o.s.frv. Það er erfitt að treysta samfélagi sem talar svona um heila stétt. En hvað sem verður þá þýðir lítið annað en að bíða fram á laugardag og vona að sú ákvörðun sem verður tekin verði til gæfu fyrir íslenskt skólastarf. Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Stephensen Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi pistill er ritaður eru örfáir tímar síðan ríkissáttasemjari setti fram innanhústillögu sína til að reyna að höggva á hnútinn í deilu kennara og Sambands íslenskar sveitafélaga. Viðbrögð mín við þessum fréttum sem kennari eru blendin. Vissulega ákveðin óvissa þar sem ég veit ekkert meira um málið en hefur komið fram í fréttum. Samt smá léttir yfir því að mögulega sé komin fram einhverskonar lausn á þessari deilu. Lausn, sem kannski er hægt er að byggja á til framtíðar. Það eru búin að vera þung skref að fara í verkfall sem var svo frestað eftir viku og horfa núna fram á að vera aftur á leið í verkfall eftir helgi. En það er líka mikil hræðsla um að þetta sé mögulega lokanaglinn í kistuna, ef þannig má að orði komast, í þeirra vegferð að bæta stöðuna í mönnun skólanna sem er mikilvægt til að hægt sé að byggja upp öflugra menntakerfi. Hljómar mjög dramatískt hjá mér en það er nú einu sinni þannig að það er erfitt að treysta þegar reynslan sýnir að íslenskt samfélag forgangsraðar ekki börnum þegar kemur að gæðum á þjónustu. Reynslan segir mér að þetta snýst meira um að spara sem mest ef það er mögulega hægt að komast upp með það. Myglaðar skólabyggingar eru gott dæmi. Skortur á viðhaldi á skólahúsnæði hefur verið algjör og hefur skilað okkur mygluðum skólum sem hafa kostað kerfið mikið. Það virðist eins og það séu gerðar lægri kröfur til húsnæðis og aðbúnaði á „vinnustað“ barna. Annað gott dæmi er mikill skortur á útgáfu á námsefni af hálfu ríkisins fyrir íslenskt skólakerfi. Álagið á skólakerfið vegna skorts á góðu námsefni er mikið. Það litla sem gefið er út er margt af lélegum gæðum, uppfullt af villum sem eru ekki einu sinni leiðréttar fyrir endurprentun. Til að snúa við stöðunni í námsgagnframleiðslu þarf að koma til risa innspýting og metnaðarfyllri stefna MMS og þessu þarf að fylgja fé og nóg af því. Börn eiga betra skilið. Skýrasta dæmið er samt launastefnan sem er í gangi gangvart fólki sem sinnir börnum. Eftir því sem ég skoða fleiri launatölur þá verð ég altaf meira svekkt yfir því samfélagi sem við búum í. Ég vissi að mikill launamunur væri í mörgum tilfellum á milli almenna og opinbera geirans en ég vissi ekki að hið opinbera væri með jafn klára mismunun í sínu eigin kerfi, þ.e.a.s. að háskólamenntaðir sérfræðingar (kennarar) sem vinna með börnum væru lægra launaðir eftir 30 ára farsælt starf en starfsmaður með enga háskólamenntun, engin mannaforráð og litla ábyrgð á skrifstofu Sambands íslenskra sveitafélaga, nýbyrjaður í starfi. Þetta dæmi sýnir mögulega forgangsröðunin hjá sveitarfélögunum. Hvernig er hægt að treysta á virðismat sem samfélag með þessa forgangsröðun framkvæmir. Þegar ég horfir upp á forgangsröðun þeirra sem stýra launastefnu sveitarfélaganna vitandi það að mannekla í leikskólum veldur því að sveitarfélögin brjóta lög á börnum á hverjum degi þar sem það vantar 2500 menntaða starfsmenn til starfa í leikskólum landsins til að uppfylla lög um rekstur leikskóla. Á sama tíma vantar líka 4000 grunnskólakennara til starfa í grunnskólunum sem setur verulega í hættu að hægt sé að fylgja stefnu um jafnrétti til náms. Þegar staðan er þessi þá missi ég vonina um að sama samfélag eigi eftir að komast að þeirri niðurstöðu í virðismati að það eina í stöðunni sé að meta þetta starf að verðleikum og leiðrétta launin þannig að þau endurspegli mikilvægi þess og þá ábyrgð sem það felur í sér. Þannig, og aðeins þannig getum við byrjað að endurheimta menntað fólk aftur inn í stéttirnar og tryggt að þegar ungt fólk íhugar námsleiðir í háskóla að kennaranám sé möguleiki fyrir það. Kannski er eina lausnin að treysta og vona að samfélagið hafi séð ljósið. Þetta virðismat er ekki eitthvað sem er aðeins fundið upp hér á landi heldur er þetta alþjóðlega viðurkennt kerfi þannig mögulega er þetta eitthvað sem hægt er að byggja á. Það þarf eitthvað að gerast svo mikið er víst. Ástandið eins og það er núna og er búið að vera lengi gengur a.m.k. ekki. Að halda inn á nýja braut er alltaf ógnvekjandi en það getur líka verið sóknarfæri og það má enginn vera hræddur. Hvort mín forysta ákveður að segja já við þessu útspili ríkissáttasemjara eftir að hafa skoðað það betur verður að koma í ljós. Ég treysti þeim til að taka rétta ákvörðun. Segi hún já við þessari innanhústillögu þá á tillagan eftir að fara fyrir félagsmenn allra félaganna sjö og erfitt er að átta sig á því hvernig það fer. Vandamálið er traust eða kannski frekar skortur á því. Það er erfitt að treysta á kerfi sem hefur unnið skipulega að því að tala niður stéttina svo mánuðum skiptir og alltaf reglulega síðustu árin. Framámenn í atvinnulífinu hafa líka verið duglegir að tala stéttina niður. Fólkið með ofurlaunin hefur ekki hikað að tjá sig, oft óumbeðið, í umræðum um að kennarar vinni lítið, hvað frammistaða þeirra sé ömurleg, hvað þeir hafi það nú gott að þeir eigi að hætta að væla o.s.frv. Það er erfitt að treysta samfélagi sem talar svona um heila stétt. En hvað sem verður þá þýðir lítið annað en að bíða fram á laugardag og vona að sú ákvörðun sem verður tekin verði til gæfu fyrir íslenskt skólastarf. Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun