KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 10:35 Nimrod Hilliard og Sigtryggur Arnar Björnsson í rimmu. Vísir/Anton Brink Nimrod Hilliard er Bandaríkjamaðurinn í liði KR í Bónus-deildinni í körfubolta. Hann hefur glímt talsvert við meiðsli en hefur KR efni á því að vera að pæla í hvort að Nimrod verði heill út tímabilið? Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi. Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi.
Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira