KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 10:35 Nimrod Hilliard og Sigtryggur Arnar Björnsson í rimmu. Vísir/Anton Brink Nimrod Hilliard er Bandaríkjamaðurinn í liði KR í Bónus-deildinni í körfubolta. Hann hefur glímt talsvert við meiðsli en hefur KR efni á því að vera að pæla í hvort að Nimrod verði heill út tímabilið? Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi. Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi.
Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins