Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 23:01 Strákarnir okkar. Þvílíkt lið. vísir/vilhelm Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira