Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 23:01 Strákarnir okkar. Þvílíkt lið. vísir/vilhelm Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira