Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 23:01 Strákarnir okkar. Þvílíkt lið. vísir/vilhelm Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti