„Kannski er ég orðinn frekur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 21:20 Snorri Steinn Guðjónsson fylgist einbeittur með. VÍSIR/VILHELM „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. Ísland er enn með fullt hús stiga á mótinu og komið í afar góða stöðu upp á að komast í 8-liða úrslit mótsins, en þangað fara tvö efstu lið milliriðilsins. Snorri hefði þó alveg þegið enn stærri sigur, með það í huga að innbyrðis markatala gæti ráðið úrslitum ef Ísland tapar gegn Króatíu á föstudag. Íslenska liðið passaði að hleypa Egyptalandi aldrei of nálægt sér í kvöld, og hélt „þægilegri“ 3-5 marka forystu mestan hluta leiksins: „Mér fannst hún ekki vera þægileg. Ég hefði viljað vinna stærra, með 5-6 mörkum. Það getur orðið mikilvægt. En kannski er ég orðinn frekur. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með hugarfarið og einbeitinguna í strákunum. Að fara ekki of hátt eftir góðan leik, ná sér niður og gíra sig svona vel inn í þetta. Frábær frammistaða,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn á Egyptum Eru það þroskamerki á liðinu að hleypa leiknum aldrei í meiri spennu? „Gæðamerki. Við erum að spila á móti góðu liði sem við berum mikla virðingu fyrir. Það eru alls konar þroskamerki og eitthvað sem við gerðum betur en í síðasta leik. En eflaust eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Snorri. En er eitthvað sem angrar hann eftir svona leik? „Að hafa ekki unnið stærra,“ sagði Snorri sem er ekki að fara fram úr sjálfum sér frekar en fyrri daginn: „Ég held við þurfum fleiri stig og því fleiri sem við fáum, og því fyrr, því betra. Það er ekkert í hendi og við eigum gríðarlega erfiðan leik fram undan við Króata á heimavelli.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira
Ísland er enn með fullt hús stiga á mótinu og komið í afar góða stöðu upp á að komast í 8-liða úrslit mótsins, en þangað fara tvö efstu lið milliriðilsins. Snorri hefði þó alveg þegið enn stærri sigur, með það í huga að innbyrðis markatala gæti ráðið úrslitum ef Ísland tapar gegn Króatíu á föstudag. Íslenska liðið passaði að hleypa Egyptalandi aldrei of nálægt sér í kvöld, og hélt „þægilegri“ 3-5 marka forystu mestan hluta leiksins: „Mér fannst hún ekki vera þægileg. Ég hefði viljað vinna stærra, með 5-6 mörkum. Það getur orðið mikilvægt. En kannski er ég orðinn frekur. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með hugarfarið og einbeitinguna í strákunum. Að fara ekki of hátt eftir góðan leik, ná sér niður og gíra sig svona vel inn í þetta. Frábær frammistaða,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn á Egyptum Eru það þroskamerki á liðinu að hleypa leiknum aldrei í meiri spennu? „Gæðamerki. Við erum að spila á móti góðu liði sem við berum mikla virðingu fyrir. Það eru alls konar þroskamerki og eitthvað sem við gerðum betur en í síðasta leik. En eflaust eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Snorri. En er eitthvað sem angrar hann eftir svona leik? „Að hafa ekki unnið stærra,“ sagði Snorri sem er ekki að fara fram úr sjálfum sér frekar en fyrri daginn: „Ég held við þurfum fleiri stig og því fleiri sem við fáum, og því fyrr, því betra. Það er ekkert í hendi og við eigum gríðarlega erfiðan leik fram undan við Króata á heimavelli.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira