„Kannski er ég orðinn frekur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 21:20 Snorri Steinn Guðjónsson fylgist einbeittur með. VÍSIR/VILHELM „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. Ísland er enn með fullt hús stiga á mótinu og komið í afar góða stöðu upp á að komast í 8-liða úrslit mótsins, en þangað fara tvö efstu lið milliriðilsins. Snorri hefði þó alveg þegið enn stærri sigur, með það í huga að innbyrðis markatala gæti ráðið úrslitum ef Ísland tapar gegn Króatíu á föstudag. Íslenska liðið passaði að hleypa Egyptalandi aldrei of nálægt sér í kvöld, og hélt „þægilegri“ 3-5 marka forystu mestan hluta leiksins: „Mér fannst hún ekki vera þægileg. Ég hefði viljað vinna stærra, með 5-6 mörkum. Það getur orðið mikilvægt. En kannski er ég orðinn frekur. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með hugarfarið og einbeitinguna í strákunum. Að fara ekki of hátt eftir góðan leik, ná sér niður og gíra sig svona vel inn í þetta. Frábær frammistaða,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn á Egyptum Eru það þroskamerki á liðinu að hleypa leiknum aldrei í meiri spennu? „Gæðamerki. Við erum að spila á móti góðu liði sem við berum mikla virðingu fyrir. Það eru alls konar þroskamerki og eitthvað sem við gerðum betur en í síðasta leik. En eflaust eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Snorri. En er eitthvað sem angrar hann eftir svona leik? „Að hafa ekki unnið stærra,“ sagði Snorri sem er ekki að fara fram úr sjálfum sér frekar en fyrri daginn: „Ég held við þurfum fleiri stig og því fleiri sem við fáum, og því fyrr, því betra. Það er ekkert í hendi og við eigum gríðarlega erfiðan leik fram undan við Króata á heimavelli.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Ísland er enn með fullt hús stiga á mótinu og komið í afar góða stöðu upp á að komast í 8-liða úrslit mótsins, en þangað fara tvö efstu lið milliriðilsins. Snorri hefði þó alveg þegið enn stærri sigur, með það í huga að innbyrðis markatala gæti ráðið úrslitum ef Ísland tapar gegn Króatíu á föstudag. Íslenska liðið passaði að hleypa Egyptalandi aldrei of nálægt sér í kvöld, og hélt „þægilegri“ 3-5 marka forystu mestan hluta leiksins: „Mér fannst hún ekki vera þægileg. Ég hefði viljað vinna stærra, með 5-6 mörkum. Það getur orðið mikilvægt. En kannski er ég orðinn frekur. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með hugarfarið og einbeitinguna í strákunum. Að fara ekki of hátt eftir góðan leik, ná sér niður og gíra sig svona vel inn í þetta. Frábær frammistaða,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn á Egyptum Eru það þroskamerki á liðinu að hleypa leiknum aldrei í meiri spennu? „Gæðamerki. Við erum að spila á móti góðu liði sem við berum mikla virðingu fyrir. Það eru alls konar þroskamerki og eitthvað sem við gerðum betur en í síðasta leik. En eflaust eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Snorri. En er eitthvað sem angrar hann eftir svona leik? „Að hafa ekki unnið stærra,“ sagði Snorri sem er ekki að fara fram úr sjálfum sér frekar en fyrri daginn: „Ég held við þurfum fleiri stig og því fleiri sem við fáum, og því fyrr, því betra. Það er ekkert í hendi og við eigum gríðarlega erfiðan leik fram undan við Króata á heimavelli.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti