Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2025 08:02 Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Þannig eru styrkir til líkamlegrar endurhæfingar og líkamsræktar, sem hefur forvarnagildi, undanþegnir tekjuskatti upp að ákveðnu marki ár hvert. Það þýðir að félagsfólk VR sem nýtir varasjóð sinn til endurgreiðslu á sundkorti, sjúkraþjálfun eða líkamsrækt fær styrkfjárhæðina að fullu. Félagsfólk sem vill hins vegar nota sjóðinn sinn til að létta undir með þeim mikla kostnaði sem getur hlotist af því að leita sálfræðiþjónustu þarf að greiða skatt af styrknum. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir áratug síðan óskaði VR skýringa frá ríkisskattstjóra á þessu misræmi og hefur verið ljóst að sálfræðiþjónusta getur að mati skattsins hvorki talist til endurhæfingar né forvarna. Nú þegar rannsóknir benda til þess að um 25% fólks á vinnumarkaði glími við geðheilsuvanda og enn fleiri við andlegar áskoranir hlýtur að vera tímabært að taka þessar reglur til endurskoðunar. Að frumkvæði stjórnar VR hef ég tekið málið upp að nýju og sent bréf til fjármálaráðherra þar sem þess er óskað að skattaleg meðferð styrkja félagsins til félagsfólks vegna sálfræðiþjónustu verði sambærileg og styrkja vegna líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að styrkir stéttarfélaga dugi skammt við að mæta útlögðum kostnaði vegna óniðurgreiddrar sálfræðiþjónustu, þá er það engu að síður mikilvægt að andlegri heilsu sé ekki skipað skör lægra en hinn líkamlegu í reiknilíkönum hins opinbera. Greiðslur úr Sjúkrasjóði VR hækka stöðugt vegna geðheilsu og mikið vantar upp á að geðþjónusta sé nægileg og aðgengileg. Almennt telur VR að sálfræðiþjónusta eigi að teljast hluti af heilbrigðisþjónustu og vera gjaldfrjáls þeim sem hennar þarfnast. En á meðan svo er ekki er sjálfsögð krafa að launafólki sé ekki gert að greiða tekjuskatt af styrkjum stéttarfélaga vegna útlagðs kostnaðar við sálfræðiþjónustu. Við bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnar VR. Geðheilsa er líka heilsa! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Geðheilbrigði Stéttarfélög Skattar og tollar Heilbrigðismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Þannig eru styrkir til líkamlegrar endurhæfingar og líkamsræktar, sem hefur forvarnagildi, undanþegnir tekjuskatti upp að ákveðnu marki ár hvert. Það þýðir að félagsfólk VR sem nýtir varasjóð sinn til endurgreiðslu á sundkorti, sjúkraþjálfun eða líkamsrækt fær styrkfjárhæðina að fullu. Félagsfólk sem vill hins vegar nota sjóðinn sinn til að létta undir með þeim mikla kostnaði sem getur hlotist af því að leita sálfræðiþjónustu þarf að greiða skatt af styrknum. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir áratug síðan óskaði VR skýringa frá ríkisskattstjóra á þessu misræmi og hefur verið ljóst að sálfræðiþjónusta getur að mati skattsins hvorki talist til endurhæfingar né forvarna. Nú þegar rannsóknir benda til þess að um 25% fólks á vinnumarkaði glími við geðheilsuvanda og enn fleiri við andlegar áskoranir hlýtur að vera tímabært að taka þessar reglur til endurskoðunar. Að frumkvæði stjórnar VR hef ég tekið málið upp að nýju og sent bréf til fjármálaráðherra þar sem þess er óskað að skattaleg meðferð styrkja félagsins til félagsfólks vegna sálfræðiþjónustu verði sambærileg og styrkja vegna líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að styrkir stéttarfélaga dugi skammt við að mæta útlögðum kostnaði vegna óniðurgreiddrar sálfræðiþjónustu, þá er það engu að síður mikilvægt að andlegri heilsu sé ekki skipað skör lægra en hinn líkamlegu í reiknilíkönum hins opinbera. Greiðslur úr Sjúkrasjóði VR hækka stöðugt vegna geðheilsu og mikið vantar upp á að geðþjónusta sé nægileg og aðgengileg. Almennt telur VR að sálfræðiþjónusta eigi að teljast hluti af heilbrigðisþjónustu og vera gjaldfrjáls þeim sem hennar þarfnast. En á meðan svo er ekki er sjálfsögð krafa að launafólki sé ekki gert að greiða tekjuskatt af styrkjum stéttarfélaga vegna útlagðs kostnaðar við sálfræðiþjónustu. Við bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnar VR. Geðheilsa er líka heilsa! Höfundur er formaður VR.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun