Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 14:33 Helena Sverrisdóttir tók þessa mynd af litlu systur sinni og birti á samfélagsmiðlum. Guðbjörg með viðurkenningu sína sem leikjahæsta kona efstu deildar. @helenasverris Guðbjörg Sverrisdóttir varð í gærkvöldi leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta þegar hún lék sinn 383. deildarleik á ferlinum. Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267 Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti