„Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 12:02 Ýmir Örn Gíslason var frábær í íslensku vörninni í gær og fagnar hér einu af mörgum stoppum íslenska liðsins í leiknum. Vísir/Vilhelm Íslendingar elska hona svokölluðu íslensku geðveiki hjá landsliðunum okkar en það þýðir líka að strákarnir okkar eru ekki að stefna á nein vinsældarverðlaun. Þeir bíta frá sér og láta vel finna fyrir sér í vörninni. Íslenska geðveikin var mætt á svæðið í frábærum sigri á Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Varnarleikur íslenska liðsins fékk auðvitað mikla athygli enda frábær í leiknum. Íslensku strákarnir voru gríðarlega grimmir í vörninni og létu Slóvena aldrei vaða yfir sig. „Orkustigið er ofboðslega hátt og menn voru bara fastir fyrir í leiknum. Það var bara hundur í mönnum sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu. „Ég er ánægður með það. Þetta hafa verið einkennismerki okkar landsliða í gegnum árin. Mér finnst það stundum hafa týnst svolítið undanfarið. Það er greinilegt að Snorri er að leggja mikla áherslu á þetta,“ sagði Einar. „Það tókst heldur betur vel í dag [gær] því auðvitað eiga menn að vera dálítið, svona eins og hann [Snorri] segir. Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur,“ sagði Einar. „Ásgeir þú hefur spilað á mörgum svona mótum. Er ekki partur af því að ná langt í íþróttum að vera smá fífl,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara hundrað prósent. Það er nauðsynlegt. Þú þarft ekkert að vera algjör hálfviti en þú getur verið mjög fastur fyrir. Svo horfir þú bara í hina áttina eða segir honum að grjóthalda kjafti í andlitið á honum. Hvernig sem þú gerir það skiptir ekki öllu máli ,“ sagði Ásgeir. „Bara að það sé alvöru ‚physical presence'. Það munar geðveikt miklu. Þess vegna var línumaðurinn þeirra orðinn svona pirraður. það var verið að djöflast í honum allan helvítið leikinn. Hann er pottþétt ekkert vanur því,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á allt spjallið þeirra um leikinn hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Íslenska geðveikin var mætt á svæðið í frábærum sigri á Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Varnarleikur íslenska liðsins fékk auðvitað mikla athygli enda frábær í leiknum. Íslensku strákarnir voru gríðarlega grimmir í vörninni og létu Slóvena aldrei vaða yfir sig. „Orkustigið er ofboðslega hátt og menn voru bara fastir fyrir í leiknum. Það var bara hundur í mönnum sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu. „Ég er ánægður með það. Þetta hafa verið einkennismerki okkar landsliða í gegnum árin. Mér finnst það stundum hafa týnst svolítið undanfarið. Það er greinilegt að Snorri er að leggja mikla áherslu á þetta,“ sagði Einar. „Það tókst heldur betur vel í dag [gær] því auðvitað eiga menn að vera dálítið, svona eins og hann [Snorri] segir. Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur,“ sagði Einar. „Ásgeir þú hefur spilað á mörgum svona mótum. Er ekki partur af því að ná langt í íþróttum að vera smá fífl,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara hundrað prósent. Það er nauðsynlegt. Þú þarft ekkert að vera algjör hálfviti en þú getur verið mjög fastur fyrir. Svo horfir þú bara í hina áttina eða segir honum að grjóthalda kjafti í andlitið á honum. Hvernig sem þú gerir það skiptir ekki öllu máli ,“ sagði Ásgeir. „Bara að það sé alvöru ‚physical presence'. Það munar geðveikt miklu. Þess vegna var línumaðurinn þeirra orðinn svona pirraður. það var verið að djöflast í honum allan helvítið leikinn. Hann er pottþétt ekkert vanur því,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á allt spjallið þeirra um leikinn hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira