Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar 20. janúar 2025 13:33 Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar