Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar 20. janúar 2025 13:33 Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun