„Það hjálpar ekki neitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2025 22:17 Dagur Sigurðsson var tekinn tali af fjölmörgum fjölmiðlum eftir leik og mikið kraðak á viðtalssvæðinu. Vísir/Vilhelm Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. „Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. „Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. HM karla í handbolta 2025 Handbolti Tengdar fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05 Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11 „Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54 Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Sjá meira
„Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. „Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Tengdar fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05 Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11 „Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54 Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Sjá meira
HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05
Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11
„Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54
Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02