Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2025 18:39 Þrátt fyrir tvö töp á HM til þessa þá fá Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Getty/Luka Stanzl Egyptaland, Portúgal og Holland fögnuðu sigri í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag en Tékkar og Pólverjar gerðu jafntefli í fjórða leiknum sem er lokið í dag. Barein hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fær eitt tækifæri í viðbót að tryggja sig inn í milliriðla. Barein tapaði með ellefu marka mun á móti Egyptum í dag, 35-24 en hafði áður tapað með fjórtán mörkum á móti Króatíu í fyrsta leiknum. Egyptar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein sem hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda mótsins. Hann talaði um það eftir Króatíuleikinn að stefnan væri að bæta liðið í leik eitt og tvö til að undirbúa sig sem best fyrir úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Argentínu. Barein fær þennan leik á móti Argentínu í lokaumferðinni og sigur ætti að skila þeim áfram upp úr riðlinum. Brasilíumenn byrjuðu mótið vel og unnu Norðmenn í fyrsta leik. Þeir byrjuðu líka vel á móti Portúgal í dag og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Portúgalar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-11 og þar með leikinn með fjögurra marka mun, 30-26 Portúgal hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Það var mikil spenna í leik Tékka og Pólverja. Tékkar, sem eru á sínu fyrsta HM frá 2015, voru yfir nær allan leikinn en þeir gerðu jafntefli í fyrsta leiknum sínum. Tékkar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, en Pólverjar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru síðan mjög spennandi en leikurinn endaði með 19-19 jafntefli. Marcel Jastrzebski átti frábæra innkomu í mark Pólverjar og það var næstum því búið að skila sigri. Pólverjar fengu lokasóknina í leiknum en tókst ekki að nýta hana. Tékkar hentu frá sér sigri en fögnuðu stigi á endanum. Tékkar hafa gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum en þetta var fyrsta stig Pólverja. Hollendingar unnu fimm marka sigur á Norður-Makedóníu, 37-32, en hollenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og er komið áfram í milliriðil. Hollendingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Þeir hafa skorað 77 mörk í tveimur fyrstu leikjum mótsins. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira
Barein hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fær eitt tækifæri í viðbót að tryggja sig inn í milliriðla. Barein tapaði með ellefu marka mun á móti Egyptum í dag, 35-24 en hafði áður tapað með fjórtán mörkum á móti Króatíu í fyrsta leiknum. Egyptar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein sem hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda mótsins. Hann talaði um það eftir Króatíuleikinn að stefnan væri að bæta liðið í leik eitt og tvö til að undirbúa sig sem best fyrir úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Argentínu. Barein fær þennan leik á móti Argentínu í lokaumferðinni og sigur ætti að skila þeim áfram upp úr riðlinum. Brasilíumenn byrjuðu mótið vel og unnu Norðmenn í fyrsta leik. Þeir byrjuðu líka vel á móti Portúgal í dag og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Portúgalar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-11 og þar með leikinn með fjögurra marka mun, 30-26 Portúgal hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Það var mikil spenna í leik Tékka og Pólverja. Tékkar, sem eru á sínu fyrsta HM frá 2015, voru yfir nær allan leikinn en þeir gerðu jafntefli í fyrsta leiknum sínum. Tékkar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, en Pólverjar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru síðan mjög spennandi en leikurinn endaði með 19-19 jafntefli. Marcel Jastrzebski átti frábæra innkomu í mark Pólverjar og það var næstum því búið að skila sigri. Pólverjar fengu lokasóknina í leiknum en tókst ekki að nýta hana. Tékkar hentu frá sér sigri en fögnuðu stigi á endanum. Tékkar hafa gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum en þetta var fyrsta stig Pólverja. Hollendingar unnu fimm marka sigur á Norður-Makedóníu, 37-32, en hollenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og er komið áfram í milliriðil. Hollendingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Þeir hafa skorað 77 mörk í tveimur fyrstu leikjum mótsins.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira