Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2025 16:00 Sveinn Jóhannsson mátti ekki spila með íslenska landsliðinu vegna númersleysis á treyjunni. Um er að kenna slakri prentsmiðju í Kristianstad. Samsett/Skjáskot/Vilhelm Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik. Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik.
Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira