Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2025 16:00 Sveinn Jóhannsson mátti ekki spila með íslenska landsliðinu vegna númersleysis á treyjunni. Um er að kenna slakri prentsmiðju í Kristianstad. Samsett/Skjáskot/Vilhelm Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik. Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik.
Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Sjá meira