Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 13:01 Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson varð af mikilvægum mínútum í leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handbolta í gær. Nafn hans og treyjunúmer flagnaði af treyju hans og engin varatreyja var til reiðu. Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. „Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
„Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira