Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 13:01 Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson varð af mikilvægum mínútum í leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handbolta í gær. Nafn hans og treyjunúmer flagnaði af treyju hans og engin varatreyja var til reiðu. Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. „Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hvaða liðum mætir Ísland á HM? Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira
„Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hvaða liðum mætir Ísland á HM? Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira