Í tilefni þess að HM hefst í dag valdi Boysen einn leikmann úr hverju liði á HM sem spennandi er að fylgjast með.
Viggó varð fyrir valinu í íslenska liðinu sem mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM á fimmtudaginn.
„Í fjarveru Ómars Inga Magnússonar þarf Viggó Kristjánsson að taka á sig mest að ábyrgðinni í hægri skyttustöðunni hjá Íslandi. Og skiljanlega. Hann hefur oft sýnt hversu hættulegur hann er þegar hann fær tækifæri fyrir framan markið,“ skrifar Boysen.
Group G:
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 13, 2025
- Slovenia: Domen Makuc (playmaker, FC Barcelona, 24 years old)
The timeless talent is finally back. You won't find many players who combine speed, determination, acceleration, creativity, and ball control as well as he does.
- Iceland: Viggo Kristjansson (right back,…
Viggó lék mikið í vináttulandsleikjunum gegn Svíþjóð í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í fyrri leiknum en fjögur í þeim seinni. Viggó hefur leikið 61 landsleik og skorað 175 mörk. Hann hefur verið með á öllum stórmótum síðan EM 2020.
Hjá fyrstu mótherjum Íslands á HM, Grænhöfðaeyjum, hvetur Boysen fólk til að hafa augun á fyrirliðanum og línumanninum Paulo Moreno sem leikur með Chartres í Frakklandi.
Boysen hvetur fólk svo til að fylgjast með Hanser Rodriguez hjá Kúbu (24 hornamanni Vardar) og Domen Makuc hjá Slóveníu (24 leikstjórnanda Barcelona).