„Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2025 08:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/Ívar Íslenska karlalandsliðið í handbolta á að setja stefnuna á 8-liða úrslit, hið minnsta, á komandi heimsmeistaramóti samkvæmt fyrrum landsliðsmanni. Margt má taka út úr jafntefli við sterkt lið Svía í gær. Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira