Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2025 15:47 Leifur Steinn Árnason og Maté Dalmay tókust á um LeBron James í Lögmáli leiksins. stöð 2 sport Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. Í Lögmáli kvöldsins voru sérfræðingarnir beðnir um að koma með eina stóra fullyrðingu, svokölluð ofviðbrögð. Og óhætt er að segja að fullyrðing Maté hafi vakið mikil viðbrögð. Maté sagði nefnilega að LeBron væri að eyðileggja Los Angeles Lakers og hefði átt að hætta, helst í fyrra. „LeBron, þessi síðustu 2-3 ár eru eins og ef Jordan hefði tekið fjögur ár í Washington Wizards og allt hefði snúist um að hann ætti að taka boltann, taka eitt afturábak stökkskot í viðbót, bæta eitt helvítis metið í viðbót, koma syni sínum í þetta lið. Ég þekki fullt af Lakers-mönnum; þetta er orðið ógeðslega þreytt. Þeir ná ekki einum góðum leikmanni inn í þetta lið,“ sagði Maté. „Þú getur alltaf sagt að hann tók einn titil en eftir þann titil hefði hann átt að hætta; hleypa einhverjum öðrum að og byrja að byggja liðið á einhverjum öðrum. Eina sem er spennandi að ræða við Lakers er: Þetta er 157.000. stoðsending hjá leikmanni yfir 41 árs. Þetta eru bara vörður eftir vörður sem öllum er drullusama um,“ bætti Maté við. Klippa: Lögmál leiksins - Ofviðbrögð um LeBron Þá var röðin komin að Leifi að svara fyrir sinn mann. „Hann er enn einn af tíu bestu leikmönnum í NBA,“ sagði Leifur. „Hvað ertu að tala um? Viltu að hann hætti? Þetta er ekki Jordan í Wizards. Ertu að grínast? Þetta er enn einn besti leikmaður í heimi. Hann vann Ólympíuleikana nánast upp á sitt einsdæmi.“ Þá var komið að Maté að hneykslast. „Vann Ólympíuleikana upp á sitt einsdæmi? Ólympíuleikarnir; bandaríska án LeBrons, enginn leikur hefði verið leikur. Þeir hefðu valtað yfir alla ef þeir hefðu spilað eðlilega,“ sagði Leifur. Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Í Lögmáli kvöldsins voru sérfræðingarnir beðnir um að koma með eina stóra fullyrðingu, svokölluð ofviðbrögð. Og óhætt er að segja að fullyrðing Maté hafi vakið mikil viðbrögð. Maté sagði nefnilega að LeBron væri að eyðileggja Los Angeles Lakers og hefði átt að hætta, helst í fyrra. „LeBron, þessi síðustu 2-3 ár eru eins og ef Jordan hefði tekið fjögur ár í Washington Wizards og allt hefði snúist um að hann ætti að taka boltann, taka eitt afturábak stökkskot í viðbót, bæta eitt helvítis metið í viðbót, koma syni sínum í þetta lið. Ég þekki fullt af Lakers-mönnum; þetta er orðið ógeðslega þreytt. Þeir ná ekki einum góðum leikmanni inn í þetta lið,“ sagði Maté. „Þú getur alltaf sagt að hann tók einn titil en eftir þann titil hefði hann átt að hætta; hleypa einhverjum öðrum að og byrja að byggja liðið á einhverjum öðrum. Eina sem er spennandi að ræða við Lakers er: Þetta er 157.000. stoðsending hjá leikmanni yfir 41 árs. Þetta eru bara vörður eftir vörður sem öllum er drullusama um,“ bætti Maté við. Klippa: Lögmál leiksins - Ofviðbrögð um LeBron Þá var röðin komin að Leifi að svara fyrir sinn mann. „Hann er enn einn af tíu bestu leikmönnum í NBA,“ sagði Leifur. „Hvað ertu að tala um? Viltu að hann hætti? Þetta er ekki Jordan í Wizards. Ertu að grínast? Þetta er enn einn besti leikmaður í heimi. Hann vann Ólympíuleikana nánast upp á sitt einsdæmi.“ Þá var komið að Maté að hneykslast. „Vann Ólympíuleikana upp á sitt einsdæmi? Ólympíuleikarnir; bandaríska án LeBrons, enginn leikur hefði verið leikur. Þeir hefðu valtað yfir alla ef þeir hefðu spilað eðlilega,“ sagði Leifur. Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira