Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2025 12:31 Jarrett Allen og Donovan Mitchell fagna eftir sigur Cleveland Cavaliers á Oklahoma City Thunder. getty/Jason Miller Cleveland Cavaliers stöðvaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder þegar tvö efstu lið NBA-deildarinnar í körfubolta mættust í nótt. Cavs vann leikinn, 129-122. Fyrir viðureignina í nótt hafði OKC unnið fimmtán leiki í röð sem er met hjá félaginu. Sigurgöngunni lauk hins vegar þegar liðið sótti Cavs heim. 11 STRAIGHT ✅32-4 RECORD ✅A SPECIAL start to the season for the @cavs! pic.twitter.com/0qv6Gag37c— NBA (@NBA) January 9, 2025 Stóru strákarnir hjá Cleveland, Jarrett Allen og Evan Mobley, voru í miklum ham í nótt. Allen skoraði 25 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar á meðan Mobley var með 21 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar. Cavs hefur núna unnið ellefu leiki í röð og er á toppi Austurdeildarinnar með 32 sigra og aðeins fjögur töp. OKC er á toppnum vestan megin með þrjátíu sigra og sex töp. Leikurinn í nótt var gríðarlega spennandi en til marks um það skiptust liðin þrjátíu sinnum á forystunni og átta sinnum var staðan jöfn. En heimamenn reyndust sterkari undir lokin. „Þetta sýnir þroska okkar. Eftir leikinn sagði ég við alla að við hefðum ekki unnið þennan leik fyrir ári. Allir sem komu inn á gerðu eitthvað jákvætt til að hafa áhrif á leikinn, hvort sem það var að skora, frákasta eða verjast. Þetta var liðssigur og það er það sem við þurfum,“ sagði Donovan Mitchell, leikmaður Cleveland, eftir leikinn. „Þetta var stór sigur. Við erum allir spenntir. Þetta var bara einn leikur og titilinn vannst ekki í kvöld en við getum verið stoltir af þessu.“ Shai Gilgeous-Alexander, aðalstjarna Oklahoma, skoraði 31 stig í nótt og Jalen Williams var með 25 stig og níu fráköst. Isiah Hartenstein skilaði átján stigum, ellefu fráköstum og átta stoðsendingum. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Fyrir viðureignina í nótt hafði OKC unnið fimmtán leiki í röð sem er met hjá félaginu. Sigurgöngunni lauk hins vegar þegar liðið sótti Cavs heim. 11 STRAIGHT ✅32-4 RECORD ✅A SPECIAL start to the season for the @cavs! pic.twitter.com/0qv6Gag37c— NBA (@NBA) January 9, 2025 Stóru strákarnir hjá Cleveland, Jarrett Allen og Evan Mobley, voru í miklum ham í nótt. Allen skoraði 25 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar á meðan Mobley var með 21 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar. Cavs hefur núna unnið ellefu leiki í röð og er á toppi Austurdeildarinnar með 32 sigra og aðeins fjögur töp. OKC er á toppnum vestan megin með þrjátíu sigra og sex töp. Leikurinn í nótt var gríðarlega spennandi en til marks um það skiptust liðin þrjátíu sinnum á forystunni og átta sinnum var staðan jöfn. En heimamenn reyndust sterkari undir lokin. „Þetta sýnir þroska okkar. Eftir leikinn sagði ég við alla að við hefðum ekki unnið þennan leik fyrir ári. Allir sem komu inn á gerðu eitthvað jákvætt til að hafa áhrif á leikinn, hvort sem það var að skora, frákasta eða verjast. Þetta var liðssigur og það er það sem við þurfum,“ sagði Donovan Mitchell, leikmaður Cleveland, eftir leikinn. „Þetta var stór sigur. Við erum allir spenntir. Þetta var bara einn leikur og titilinn vannst ekki í kvöld en við getum verið stoltir af þessu.“ Shai Gilgeous-Alexander, aðalstjarna Oklahoma, skoraði 31 stig í nótt og Jalen Williams var með 25 stig og níu fráköst. Isiah Hartenstein skilaði átján stigum, ellefu fráköstum og átta stoðsendingum.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira