Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar 8. janúar 2025 15:01 Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun