Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar 3. janúar 2025 12:30 Ríkisstjórnin hefur kallað eftir hugmyndum að leiðum til að spara ríkinu pening. Hér er hugmynd: forgangsröðum í heilbrigðiskerfinu. Við skrifum ekki réttu skýrslurnar Í heilbrigðisráðuneyti sem vandar sig er eðlilegt að skrifaðar séu skýrslur af ýmsu tagi. Utan um þær eru stofnaðir starfshópar, vinnuhópar eða sérfræðingahópar með breiðri aðkomu. Starfshópar eru auðvitað mismunandi, frá því að vera eins manns upp í þrettán, og fjalla um breið viðfangsefni og þröng, að eigin frumkvæði eða vegna ytri pressu. Flestar þessar skýrslur fjalla um að auka, efla, tryggja og styrkja. Blessunarlega hefur verið ráðrúm til að auka útgjöld til heilbrigðismála, byggja og bæta. En peningurinn klárast auðvitað á endanum því bónasekkinn er bágt að fylla. Það eru alltaf hægt að gera meira. Fleiri lyf, meiri tími starfsfólks, betri búnaður. Það hefur því lengi vakið athygli mína að enga skýrslu þekki ég um þá þjónustu sem við ætlum ekki að veita. Þetta er óheppilegt, því að mörgu leyti eru þær umdeildari ákvarðanirnar um það hvað ekki á að gera og hvenær komið er nóg. Niðurstöðum þeirra er sárara að taka. Sjúklingar og aðstandendur mótmæla og fá fjölmiðla með sér í lið. Stjórnendum heilbrigðisstofnana eða heilbrigðisstarfsfólki sjálfu er sannarlega ekki ljúft að segja nei þegar aðrir starfsmenn og/eða sjúklingar óska eftir fjárútlátum. Allar sálfélagslegar forsendur toga í segja já. Já-fólk hefur meira gaman í vinnunni. Þau þurfa ekki að sitja undir gagnrýni. Góð forgangsröðun snýst á endanum um að gera sem mest gagn fyrir þann pening sem um er að tefla. Að sú þjónusta sé veitt sem nýtist best og í samræmi við siðferðileg gildi sem rétt er að leggja til grundvallar. Forgangsröðun tekur oft þá mynd að segja hvað á að gera, en hún þarf jöfnum höndum að fjalla um það sem á ekki að gera. En stjórnmálamenn hafa takmarkaðan áhuga á að forgangsraða. Það sýnir saga síðustu fimm ára. Starfshópur um fagráð Byrjum árið 2019. Þá fór fram heilbrigðisþing sem fjallaði um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu og á Alþingi var þingsályktun samþykkt ári seinna. Þar var eitt verkefni að „ráðherra skipi starfshóp sem undirbúi stofnun þverfaglegrar og ráðgefandi siðanefndar um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu“. Þessi starfshópur var vissulega skipaður og í mars 2022 skilaði hann svo af sér áliti. Það er auðvelt að vera hótfyndinn um útkomuna: Starfshópurinn lagði til að stofnað yrði fagráð. Að kerskninni slepptri, þá þurfti auðvitað að ræða ýmislegt og setja það niður í minnisblað sem starfshópurinn lagði fram. Þar var lagt til að í fagráðinu yrði sjö manns ásamt starfsmanni sem starfa myndi í kallfæri frá Vísindasiðanefnd og nýta sömu aðstöðu. Kostnaður yrði um þriðjungur kostnaðar Vísindasiðanefndar eða 25–30 milljónir miðað við 2025. Fagráðið myndi þá vera ráðgefandi en ekki stjórnvald sem tæki ákvarðanir. Það gæfi út leiðbeinandi álit um forgangsröðun um ólík svið heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Einnig þyrfti fagráðið að skoða sérstaklega tækninýjungar af ýmsu tagi, fjalla um álitamál og vinna þar jöfnum höndum að málum sem beint væri til ráðsins og því sem ráðið hefði frumkvæði að sjálft. Óheppilegt er að fagráðið fjalli um málefni einstakra sjúklinga, en einstök mál geta auðvitað orðið til þess að fagráðið taki til umfjöllunar það svið sem málið tilheyrir. Eitt helsta markmiðið með slíkri nefnd væri að styrkja ákvarðanatöku, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir handahófskennda og dulda ákvarðanatöku. Í kjölfarið á framlagningu minnisblaðsins lýsti Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra því yfir að þetta fagráð yrði sett á fót. En þrátt fyrir þær yfirlýsingar gerðist ekkert meir. Málið er stopp. Engir peningar á fjárlögum 2023, 24 eða 25. Forgangsröðun er ekki forgangsraðað. Forgangsröðum forgangsröðun Nýr heilbrigðisráðherra ætti að setja fagráð um forgangsröðun á fót. Hún þarf auðvitað að setja mark sitt á fyrirkomulagið, en talsverð undirbúningsvinna hefur þegar farið fram. Nú er auðvitað kúnstugt af mér að leggja til fjárútlát þegar kallað er eftir sparnaðartillögum og fækkun stofnana ríkisins. Staðreyndin er hins vegar sú að kostnaðurinn er sáralítill í samhenginu, og verkefninu hefur verið fundinn staður í starfandi stofnun. Nýrrar ríkisstjórnar bíður krefjandi verkefni við að koma skikki á fjármál ríkisins en bæta jafnframt þjónustu. Fjórðungur rekstrargjalda ríkisins fara til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðiskerfið. Þar fara hundruð milljarða í gegn. Ég býst ekki við kúvendingu í fjárreiðum heilbrigðiskerfisins þó sett yrði á stofn fagráð um forgangsröðun. En það væri skýrt skref í rétta átt og farvegur fyrir ígrundaða umræðu um heilbrigðiskerfið og lífið sjálft. Höfundur er doktor í heilsuhagfræði og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Heilbrigðismál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kallað eftir hugmyndum að leiðum til að spara ríkinu pening. Hér er hugmynd: forgangsröðum í heilbrigðiskerfinu. Við skrifum ekki réttu skýrslurnar Í heilbrigðisráðuneyti sem vandar sig er eðlilegt að skrifaðar séu skýrslur af ýmsu tagi. Utan um þær eru stofnaðir starfshópar, vinnuhópar eða sérfræðingahópar með breiðri aðkomu. Starfshópar eru auðvitað mismunandi, frá því að vera eins manns upp í þrettán, og fjalla um breið viðfangsefni og þröng, að eigin frumkvæði eða vegna ytri pressu. Flestar þessar skýrslur fjalla um að auka, efla, tryggja og styrkja. Blessunarlega hefur verið ráðrúm til að auka útgjöld til heilbrigðismála, byggja og bæta. En peningurinn klárast auðvitað á endanum því bónasekkinn er bágt að fylla. Það eru alltaf hægt að gera meira. Fleiri lyf, meiri tími starfsfólks, betri búnaður. Það hefur því lengi vakið athygli mína að enga skýrslu þekki ég um þá þjónustu sem við ætlum ekki að veita. Þetta er óheppilegt, því að mörgu leyti eru þær umdeildari ákvarðanirnar um það hvað ekki á að gera og hvenær komið er nóg. Niðurstöðum þeirra er sárara að taka. Sjúklingar og aðstandendur mótmæla og fá fjölmiðla með sér í lið. Stjórnendum heilbrigðisstofnana eða heilbrigðisstarfsfólki sjálfu er sannarlega ekki ljúft að segja nei þegar aðrir starfsmenn og/eða sjúklingar óska eftir fjárútlátum. Allar sálfélagslegar forsendur toga í segja já. Já-fólk hefur meira gaman í vinnunni. Þau þurfa ekki að sitja undir gagnrýni. Góð forgangsröðun snýst á endanum um að gera sem mest gagn fyrir þann pening sem um er að tefla. Að sú þjónusta sé veitt sem nýtist best og í samræmi við siðferðileg gildi sem rétt er að leggja til grundvallar. Forgangsröðun tekur oft þá mynd að segja hvað á að gera, en hún þarf jöfnum höndum að fjalla um það sem á ekki að gera. En stjórnmálamenn hafa takmarkaðan áhuga á að forgangsraða. Það sýnir saga síðustu fimm ára. Starfshópur um fagráð Byrjum árið 2019. Þá fór fram heilbrigðisþing sem fjallaði um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu og á Alþingi var þingsályktun samþykkt ári seinna. Þar var eitt verkefni að „ráðherra skipi starfshóp sem undirbúi stofnun þverfaglegrar og ráðgefandi siðanefndar um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu“. Þessi starfshópur var vissulega skipaður og í mars 2022 skilaði hann svo af sér áliti. Það er auðvelt að vera hótfyndinn um útkomuna: Starfshópurinn lagði til að stofnað yrði fagráð. Að kerskninni slepptri, þá þurfti auðvitað að ræða ýmislegt og setja það niður í minnisblað sem starfshópurinn lagði fram. Þar var lagt til að í fagráðinu yrði sjö manns ásamt starfsmanni sem starfa myndi í kallfæri frá Vísindasiðanefnd og nýta sömu aðstöðu. Kostnaður yrði um þriðjungur kostnaðar Vísindasiðanefndar eða 25–30 milljónir miðað við 2025. Fagráðið myndi þá vera ráðgefandi en ekki stjórnvald sem tæki ákvarðanir. Það gæfi út leiðbeinandi álit um forgangsröðun um ólík svið heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Einnig þyrfti fagráðið að skoða sérstaklega tækninýjungar af ýmsu tagi, fjalla um álitamál og vinna þar jöfnum höndum að málum sem beint væri til ráðsins og því sem ráðið hefði frumkvæði að sjálft. Óheppilegt er að fagráðið fjalli um málefni einstakra sjúklinga, en einstök mál geta auðvitað orðið til þess að fagráðið taki til umfjöllunar það svið sem málið tilheyrir. Eitt helsta markmiðið með slíkri nefnd væri að styrkja ákvarðanatöku, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir handahófskennda og dulda ákvarðanatöku. Í kjölfarið á framlagningu minnisblaðsins lýsti Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra því yfir að þetta fagráð yrði sett á fót. En þrátt fyrir þær yfirlýsingar gerðist ekkert meir. Málið er stopp. Engir peningar á fjárlögum 2023, 24 eða 25. Forgangsröðun er ekki forgangsraðað. Forgangsröðum forgangsröðun Nýr heilbrigðisráðherra ætti að setja fagráð um forgangsröðun á fót. Hún þarf auðvitað að setja mark sitt á fyrirkomulagið, en talsverð undirbúningsvinna hefur þegar farið fram. Nú er auðvitað kúnstugt af mér að leggja til fjárútlát þegar kallað er eftir sparnaðartillögum og fækkun stofnana ríkisins. Staðreyndin er hins vegar sú að kostnaðurinn er sáralítill í samhenginu, og verkefninu hefur verið fundinn staður í starfandi stofnun. Nýrrar ríkisstjórnar bíður krefjandi verkefni við að koma skikki á fjármál ríkisins en bæta jafnframt þjónustu. Fjórðungur rekstrargjalda ríkisins fara til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðiskerfið. Þar fara hundruð milljarða í gegn. Ég býst ekki við kúvendingu í fjárreiðum heilbrigðiskerfisins þó sett yrði á stofn fagráð um forgangsröðun. En það væri skýrt skref í rétta átt og farvegur fyrir ígrundaða umræðu um heilbrigðiskerfið og lífið sjálft. Höfundur er doktor í heilsuhagfræði og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun