Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 09:31 Jimmy Butler fann sig alls ekki í leiknum á móti Indiana Pacers í nótt. Getty/ Brennan Asplen Framtíð NBA körfuboltamannsins Jimmy Butler hjá Miami Heat er enn til umræðu hjá bandarískum fjölmiðlum og nú er því slegið upp að leikmaðurinn vilji hreinlega komast í burtu frá Miami. Butler hefur verið orðaður við brottför frá Miami í nokkurn tíma en í síðustu viku steig Pat Riley, forseti félagsins fram, og gaf það út að félagið myndi ekki skipta honum í burtu. Í nótt fóru NBA blaðamenn aftur á móti að segja frá því að samkvæmt þeirra heimildum þá vildi Butler losna og væri í raun tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat. Butler er sagður viss um það að geta gert öll önnur lið að meistarakandídötum. Hann lék með Miami Heat í nótt og skoraði þá aðeins níu stig í tapi á móti Indiana Pacers. Eftir leikinn talaði hann um að hann hafi tapað gleðinni að spila í Miami. „Ég vil finna gleðina aftur að spila körfubolta. Hvar þar verður er eitthvað sem við komust að á næstunni,“ sagði Butler sposkur. „Ég er ánægður hér utan vallar en vill komast sjálfur á betri stað inn á vellinum. Ég vil spila góðan körfubolta og ég vil hjálpa þessu liði að vinna. Ég er ekki að gera það núna,“ sagði Butler. Hann játti því síðan að þá gleði fyndi hann líklegast ekki í Miami. Butler hefur lengi þótt tilheyra bestu leikmönnum deildarinnar en í vetur er hann með 18,0 stig og 4,7 stoðsendingar í leik. Það eru lægri tölur en tímabilið á undan þegar hann var með 20,8 stig og 5,0 stoðsendingar í leik sem var síðan lægra en tímabilið 2022-23 þegar hann var með 22,9 stig og 5,4 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by Shams Charania (@shamsnba) NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
Butler hefur verið orðaður við brottför frá Miami í nokkurn tíma en í síðustu viku steig Pat Riley, forseti félagsins fram, og gaf það út að félagið myndi ekki skipta honum í burtu. Í nótt fóru NBA blaðamenn aftur á móti að segja frá því að samkvæmt þeirra heimildum þá vildi Butler losna og væri í raun tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat. Butler er sagður viss um það að geta gert öll önnur lið að meistarakandídötum. Hann lék með Miami Heat í nótt og skoraði þá aðeins níu stig í tapi á móti Indiana Pacers. Eftir leikinn talaði hann um að hann hafi tapað gleðinni að spila í Miami. „Ég vil finna gleðina aftur að spila körfubolta. Hvar þar verður er eitthvað sem við komust að á næstunni,“ sagði Butler sposkur. „Ég er ánægður hér utan vallar en vill komast sjálfur á betri stað inn á vellinum. Ég vil spila góðan körfubolta og ég vil hjálpa þessu liði að vinna. Ég er ekki að gera það núna,“ sagði Butler. Hann játti því síðan að þá gleði fyndi hann líklegast ekki í Miami. Butler hefur lengi þótt tilheyra bestu leikmönnum deildarinnar en í vetur er hann með 18,0 stig og 4,7 stoðsendingar í leik. Það eru lægri tölur en tímabilið á undan þegar hann var með 20,8 stig og 5,0 stoðsendingar í leik sem var síðan lægra en tímabilið 2022-23 þegar hann var með 22,9 stig og 5,4 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by Shams Charania (@shamsnba)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira