„Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 11:23 LeBron James var að spila í nítjánda sinn á jóladag. Thearon W. Henderson/Getty Images LeBron James hefur unnið flesta leiki á jóladag í sögu NBA deildarinnar. Ellefti sigurinn skilaði sér gegn Golden State Warriors þegar Los Angeles Lakers unnu 115-113 í gær en þá fóru einnig leikir fram í NFL deildinni. Lakers unnu leikinn þrátt fyrir að missa Anthony Davis meiddan af velli eftir aðeins átta mínútur. Austin Reaves steig upp og setti sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum, þar af sigurkörfuna þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Steph Curry sjóðhitnaði og komst nálægt því að stela sigrinum fyrir Warriors undir lokin, hann setti átta stig á lokamínútunni og jafnaði leikinn með stórkostlegu þriggja stiga skoti þegar aðeins átta sekúndur voru eftir, en Austin Reaves sá til sigurs Lakers. STEPH TIES IT. AUSTIN REAVES WINS IT. WHAT AN ENDING 😱 pic.twitter.com/whJ5bVIfve— Bleacher Report (@BleacherReport) December 26, 2024 Jóladagur í eigu NBA LeBron James: "I love the NFL, but Christmas is our day." pic.twitter.com/aYGNODI5ud— Shams Charania (@ShamsCharania) December 26, 2024 „Ég elska NFL deildina, en jóladagur er okkar“ sagði LeBron James við ESPN eftir leik. NFL deildin var með tvo leiki á jóladag sem lesa má um hér fyrir neðan. Steph Curry var sammála LeBron og sagði jólin hátíð körfuboltans. „Ég er búinn að horfa á körfubolta síðan ég vaknaði í morgun, alla fimm leikina. Ég er á leiðinni að horfa á seinni hálfleik í Suns-Nuggets leiknum. Ég veit að okkar leikur stóð líka upp úr. Það eru forréttindi að vera í þessari stöðu, þetta er alltaf svo skemmtilegt,“ sagði Curry sem var að spila gegn LeBron á jóladag í fjórða sinn á ferlinum. „Leikirnir hafa alltaf verið rafmagnaðir og eiginlega skyldusjónvarpsáhorf. Ég elska þetta. Maður veit aldrei hversu marga jólaleiki maður á eftir, þannig að það er um að gera að njóta meðan hægt er,“ sagði hann að lokum. LeBron vs. Steph NEVER disappoints 👑👨🍳LeBron: 31 PTS, 10 AST, 4 REB, 2 STLSteph: 38 PTS, 6 AST, 8 3PMThe generational superstars left another present under the tree for #NBAXmas 🎄 pic.twitter.com/WTAWkQCGnM— NBA (@NBA) December 26, 2024 NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Sjá meira
Lakers unnu leikinn þrátt fyrir að missa Anthony Davis meiddan af velli eftir aðeins átta mínútur. Austin Reaves steig upp og setti sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum, þar af sigurkörfuna þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Steph Curry sjóðhitnaði og komst nálægt því að stela sigrinum fyrir Warriors undir lokin, hann setti átta stig á lokamínútunni og jafnaði leikinn með stórkostlegu þriggja stiga skoti þegar aðeins átta sekúndur voru eftir, en Austin Reaves sá til sigurs Lakers. STEPH TIES IT. AUSTIN REAVES WINS IT. WHAT AN ENDING 😱 pic.twitter.com/whJ5bVIfve— Bleacher Report (@BleacherReport) December 26, 2024 Jóladagur í eigu NBA LeBron James: "I love the NFL, but Christmas is our day." pic.twitter.com/aYGNODI5ud— Shams Charania (@ShamsCharania) December 26, 2024 „Ég elska NFL deildina, en jóladagur er okkar“ sagði LeBron James við ESPN eftir leik. NFL deildin var með tvo leiki á jóladag sem lesa má um hér fyrir neðan. Steph Curry var sammála LeBron og sagði jólin hátíð körfuboltans. „Ég er búinn að horfa á körfubolta síðan ég vaknaði í morgun, alla fimm leikina. Ég er á leiðinni að horfa á seinni hálfleik í Suns-Nuggets leiknum. Ég veit að okkar leikur stóð líka upp úr. Það eru forréttindi að vera í þessari stöðu, þetta er alltaf svo skemmtilegt,“ sagði Curry sem var að spila gegn LeBron á jóladag í fjórða sinn á ferlinum. „Leikirnir hafa alltaf verið rafmagnaðir og eiginlega skyldusjónvarpsáhorf. Ég elska þetta. Maður veit aldrei hversu marga jólaleiki maður á eftir, þannig að það er um að gera að njóta meðan hægt er,“ sagði hann að lokum. LeBron vs. Steph NEVER disappoints 👑👨🍳LeBron: 31 PTS, 10 AST, 4 REB, 2 STLSteph: 38 PTS, 6 AST, 8 3PMThe generational superstars left another present under the tree for #NBAXmas 🎄 pic.twitter.com/WTAWkQCGnM— NBA (@NBA) December 26, 2024
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum