Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2024 22:22 Steeve Ho You Fat var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka í kvöld. vísir / anton „Ég vildi spila síðasta leikinn því hann var mjög mikilvægur fyrir liðið, og mig líka, þetta er í fyrsta sinn sem ég spila utan Frakklands. Við byrjuðum tímabilið illa þannig að það var mikilvægt fyrir mig að enda á góðum nótum og það skiptir mig miklu máli að hafa skilað öðrum sigri áður en ég fer frá liðinu,“ sagði Steeve Ho You Fat, sem lék sinn síðasta leik fyrir Hauka í 96-93 sigri gegn ÍR í kvöld. Hann vonar þó að þetta hafi ekki verið hans síðasti leikur á Íslandi. „Ég vil vera áfram hérna [á Íslandi]. Þannig að ef einhverju liði vantar stóran mann þá er ég liðtækur. En núna fer ég heim [til Frakklands], svo mun ég sjá til eftir jól hvað gerist. Félagaskiptamarkaðurinn verður opinn allan janúar þannig að það kemur bara í ljós hvað gerist. Ég er 36 ára en er að vonast til að geta hjálpað einhverju liði með minni reynslu og skemmt mér á vellinum. Ég er ekki að flýta mér en er opinn fyrir öllu.“ Steeve sýndi það að minnsta kosti í kvöld að hann getur spilað vel í efstu deild. Hann spilaði 36 mínútur í sigri Hauka og endaði leikinn með 19 stig á góðri skotnýtingu, auk sjö frákasta og tveggja stoðsendinga. „Já ég get enn spilað, þess vegna langaði mig að ferðast aðeins um. Ég bý yfir mikilli reynslu sem getur nýst liðum vel og er ennþá orkumikill inni á vellinum. Þetta var góð reynsla fyrir mig [að fara til Hauka], svo sjáum við bara hvað gerist næst.“ „Ég veit að Haukar eru að reyna að hjálpa mér að finna nýtt lið og ég er að skoða hvað er í boði. Ég á líka nokkra vini hérna, sem eru að spila í Tindastól og Álftanesi. Við erum bara að virkja tengslanetið og skoða markaðinn, sjá hvort einhver sýni áhuga. Ef eitthvað lið þarf á kröftum mínum að halda fer ég þangað, ef ekki fer ég eitthvað annað,“ sagði Steeve að lokum. Ef eitthvað lið ákveður að kalla leikmanninn til síns liðs mun Steeve þó vera í leikbanni fyrstu tvo leikina. Hann var dæmdur í bann fyrr í kvöld, sem undirritaður vissi ekki af þegar viðtalið var tekið, fyrir háttsemi sína í bikarleik gegn Breiðablik á dögunum. Bónus-deild karla Haukar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
„Ég vil vera áfram hérna [á Íslandi]. Þannig að ef einhverju liði vantar stóran mann þá er ég liðtækur. En núna fer ég heim [til Frakklands], svo mun ég sjá til eftir jól hvað gerist. Félagaskiptamarkaðurinn verður opinn allan janúar þannig að það kemur bara í ljós hvað gerist. Ég er 36 ára en er að vonast til að geta hjálpað einhverju liði með minni reynslu og skemmt mér á vellinum. Ég er ekki að flýta mér en er opinn fyrir öllu.“ Steeve sýndi það að minnsta kosti í kvöld að hann getur spilað vel í efstu deild. Hann spilaði 36 mínútur í sigri Hauka og endaði leikinn með 19 stig á góðri skotnýtingu, auk sjö frákasta og tveggja stoðsendinga. „Já ég get enn spilað, þess vegna langaði mig að ferðast aðeins um. Ég bý yfir mikilli reynslu sem getur nýst liðum vel og er ennþá orkumikill inni á vellinum. Þetta var góð reynsla fyrir mig [að fara til Hauka], svo sjáum við bara hvað gerist næst.“ „Ég veit að Haukar eru að reyna að hjálpa mér að finna nýtt lið og ég er að skoða hvað er í boði. Ég á líka nokkra vini hérna, sem eru að spila í Tindastól og Álftanesi. Við erum bara að virkja tengslanetið og skoða markaðinn, sjá hvort einhver sýni áhuga. Ef eitthvað lið þarf á kröftum mínum að halda fer ég þangað, ef ekki fer ég eitthvað annað,“ sagði Steeve að lokum. Ef eitthvað lið ákveður að kalla leikmanninn til síns liðs mun Steeve þó vera í leikbanni fyrstu tvo leikina. Hann var dæmdur í bann fyrr í kvöld, sem undirritaður vissi ekki af þegar viðtalið var tekið, fyrir háttsemi sína í bikarleik gegn Breiðablik á dögunum.
Bónus-deild karla Haukar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira