„Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. desember 2024 22:01 Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með að vera mættur aftur í Smárann eftir fjóra útileiki í röð. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar komu sér aftur á beinu brautina í Bónus-deild karla í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistara Vals 97-90. Liðin mættust einnig í bikarnum á sunnudag og Grindvíkingar höfðu harma að hefna í kvöld. Eftir frábæran þriðja leikhluta sem Grindvíkingar unnu með 16 stigum komu gestirnir sterkir til baka og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum á lokasprettinum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með lokaniðurstöðuna. „Við vorum mjög góðir fyrstu 10-12 mínúturnar í seinni. Valsararnir bara með hörku lið og við með svolítið stutta róteringu. Vorum að reyna að finna mínútur til að hvíla og þá raskaðist aðeins tempóið, sérstaklega varnarlega. En góður sigur og bara mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap á sunnudaginn.“ Jóhann viðurkenndi að sigurinn væri extra sætur í ljósi þess hvernig fór í bikarnum en hann var sömuleiðis mjög sáttur með að hans menn skyldu sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir dyntótt gengi undanfarið. „Algjörlega, og líka þetta er búið að vera svolítið erfitt núna síðustu leiki. Vorum góðir í Keflavík en síðustu tveir vorum við ólíkir sjálfum okkur. Bara mjög sáttur að koma hér, loksins aftur í Smárann, og taka góðan sigur.“ Grindvíkingar voru ískaldir á vítalínunni framan af leik og voru lengi vel undir 50 prósent nýtingu, þó svo að taugarnir hafi haldið í lokin þegar á reyndi. Jóhann var þó ekki á því að það yrði sérstök vítaæfing á næstu æfingu. „Nei nei, þetta er bara partur af þessu. Inn og út og allt það. Það er bara mikilvægt að menn haldi sér í augnablikinu og einbeiti sér að næsta „play-i“ og vera ekkert að staldra við það sem er búið.“ Grindvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Jordan Aboudou, sem er rétt nýkominn til landsins frá Kína. Hann spilaði tæpar 17 mínútur í kvöld en virðist þó ekki vera í góðu leikformi. „Fyrir mér er þetta bara góður leikmaður, hann kann körfubolta. Eins og þú segir, það vantar aðeins upp á form hjá honum, en hann er náttúrulega bara búinn að vera hérna í einn og hálfan sólarhring. Ég ætla að segja pass bara.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Eftir frábæran þriðja leikhluta sem Grindvíkingar unnu með 16 stigum komu gestirnir sterkir til baka og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum á lokasprettinum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með lokaniðurstöðuna. „Við vorum mjög góðir fyrstu 10-12 mínúturnar í seinni. Valsararnir bara með hörku lið og við með svolítið stutta róteringu. Vorum að reyna að finna mínútur til að hvíla og þá raskaðist aðeins tempóið, sérstaklega varnarlega. En góður sigur og bara mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap á sunnudaginn.“ Jóhann viðurkenndi að sigurinn væri extra sætur í ljósi þess hvernig fór í bikarnum en hann var sömuleiðis mjög sáttur með að hans menn skyldu sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir dyntótt gengi undanfarið. „Algjörlega, og líka þetta er búið að vera svolítið erfitt núna síðustu leiki. Vorum góðir í Keflavík en síðustu tveir vorum við ólíkir sjálfum okkur. Bara mjög sáttur að koma hér, loksins aftur í Smárann, og taka góðan sigur.“ Grindvíkingar voru ískaldir á vítalínunni framan af leik og voru lengi vel undir 50 prósent nýtingu, þó svo að taugarnir hafi haldið í lokin þegar á reyndi. Jóhann var þó ekki á því að það yrði sérstök vítaæfing á næstu æfingu. „Nei nei, þetta er bara partur af þessu. Inn og út og allt það. Það er bara mikilvægt að menn haldi sér í augnablikinu og einbeiti sér að næsta „play-i“ og vera ekkert að staldra við það sem er búið.“ Grindvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Jordan Aboudou, sem er rétt nýkominn til landsins frá Kína. Hann spilaði tæpar 17 mínútur í kvöld en virðist þó ekki vera í góðu leikformi. „Fyrir mér er þetta bara góður leikmaður, hann kann körfubolta. Eins og þú segir, það vantar aðeins upp á form hjá honum, en hann er náttúrulega bara búinn að vera hérna í einn og hálfan sólarhring. Ég ætla að segja pass bara.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira