„Það falla mörg tár á sunnudag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 14:31 Þórir Hergeirsson ætlar að láta gott heita sem þjálfari norska landsliðsins á sunnudaginn. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Reynsluboltinn Camilla Herrem og þjálfari hennar hjá norska handboltalandsliðinu, Þórir Hergeirsson, eru sammála um að það verði miklar tilfinningar í gangi á sunnudaginn. Þá er síðasti leikurinn undir stjórn Þóris sem verið hefur aðalþjálfari Noregs í 15 ár. Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira