„Það falla mörg tár á sunnudag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 14:31 Þórir Hergeirsson ætlar að láta gott heita sem þjálfari norska landsliðsins á sunnudaginn. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Reynsluboltinn Camilla Herrem og þjálfari hennar hjá norska handboltalandsliðinu, Þórir Hergeirsson, eru sammála um að það verði miklar tilfinningar í gangi á sunnudaginn. Þá er síðasti leikurinn undir stjórn Þóris sem verið hefur aðalþjálfari Noregs í 15 ár. Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira