Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar 11. desember 2024 09:00 Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Andrés Pétursson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun