„Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Pétur Guðmundsson skrifar 8. desember 2024 21:17 Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR. Vísir/Anton Brink Jakob Sigurðarson var sáttur með sína menn í KR, sem sóttu eins stigs sigur á Egilsstaði í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. Lokatölur 72-73 í leik þar sem KR lenti sautján stigum undir. Eins stig sigur og þið áfram í 8 liða úrslit. Hvað segja menn eftir svona leik? „Gríðarlega sáttur, ánægður og stoltur af strákunum. Þetta var karakter sigur, við lentum undir í seinni hálfleik. Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur. Hrikalega ánægður með úrslitinn og líka auðvitað liðsheildina. Hvað breyttist eftir þrjá leikhluta? „Við byrjum að hitta svolítið betur þriggja stiga – það er auðvelda skýringin. Svo varnarlega vorum við aðeins agressívari, byrjuðum að pressa aðeins meira og sóknarlega hröðuðum við leiknum. Veigar kemur sterkur inn og Orri líka, það hlýtur að hafa verið mikilvægt?“ „Veigar er búin að vera mjög góður fyrir okkur í vetur og sérstaklega í síðustu leikjum. Hann hefur verið að koma af bekknum og alltaf skilað góðu framlagi. Orri byrjaði vel í vetur, við höfum ekki veri að finna hann nógu vel í opnum skotum, enn það kom í kvöld og sérstaklega í fjórða leikhluta. Þar snögghitnaði hann, hann er nátturulega okkar besta skytta. Lars var frábær fyrir okkur í kvöld að djöflast og gerði allt sem þurfti. Þannig það voru margir sem að hjálpuðu til.“ Þið verðið í pottinum næst þegar verður dregið. Markið hlýtur að vera að komast í 4 liða í Smáranum? „Að sjálfsögðu. Ég talaði um það við strákana að fá að spila í bikarúrslitum – að taka þátt í því er eitthvað sem allir vilja gera. Að það þarf að gefa allt í þetta til þess að fá að upplifa svoleiðis og þetta var bara eitt skref í áttina að því. Og sjáum hvað gerist í 8 liða úrslitum.“ Meðvitaður um að það vanti skrokka og er að skoða Að leikmannamálum, er eitthvað nýtt að frétta af þeim? „Ekkert að frétta eins og er. Við erum bara að skoða hvað er í boði. Við erum með stráka sem geta leyst þessar mínútur sem losnuðu og þeir stóðu sig vel í dag. En við erum meðvitaðir um að það vantar skrokka inn í hópinn og við erum að skoða hvað er í boði. Erum ekki að flýta okkur.“ Hvernig leikmanni eruð þið að leita að? „Svona stærri týpu. Allt frá þristi og uppí fimmu.Hvort sem er vængmaður eða senter. Mér finnst við geta aðlagað okkur að báðu. Við erum ss. ekki að leita okkur að einhverri fastri týpu.“ Einhver von á að það verði komið í gegn fyrir leik gegn Haukum? „Nei, það eru engar samræður í gangi þannig ég býst ekki við því.“ KR VÍS-bikarinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Eins stig sigur og þið áfram í 8 liða úrslit. Hvað segja menn eftir svona leik? „Gríðarlega sáttur, ánægður og stoltur af strákunum. Þetta var karakter sigur, við lentum undir í seinni hálfleik. Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur. Hrikalega ánægður með úrslitinn og líka auðvitað liðsheildina. Hvað breyttist eftir þrjá leikhluta? „Við byrjum að hitta svolítið betur þriggja stiga – það er auðvelda skýringin. Svo varnarlega vorum við aðeins agressívari, byrjuðum að pressa aðeins meira og sóknarlega hröðuðum við leiknum. Veigar kemur sterkur inn og Orri líka, það hlýtur að hafa verið mikilvægt?“ „Veigar er búin að vera mjög góður fyrir okkur í vetur og sérstaklega í síðustu leikjum. Hann hefur verið að koma af bekknum og alltaf skilað góðu framlagi. Orri byrjaði vel í vetur, við höfum ekki veri að finna hann nógu vel í opnum skotum, enn það kom í kvöld og sérstaklega í fjórða leikhluta. Þar snögghitnaði hann, hann er nátturulega okkar besta skytta. Lars var frábær fyrir okkur í kvöld að djöflast og gerði allt sem þurfti. Þannig það voru margir sem að hjálpuðu til.“ Þið verðið í pottinum næst þegar verður dregið. Markið hlýtur að vera að komast í 4 liða í Smáranum? „Að sjálfsögðu. Ég talaði um það við strákana að fá að spila í bikarúrslitum – að taka þátt í því er eitthvað sem allir vilja gera. Að það þarf að gefa allt í þetta til þess að fá að upplifa svoleiðis og þetta var bara eitt skref í áttina að því. Og sjáum hvað gerist í 8 liða úrslitum.“ Meðvitaður um að það vanti skrokka og er að skoða Að leikmannamálum, er eitthvað nýtt að frétta af þeim? „Ekkert að frétta eins og er. Við erum bara að skoða hvað er í boði. Við erum með stráka sem geta leyst þessar mínútur sem losnuðu og þeir stóðu sig vel í dag. En við erum meðvitaðir um að það vantar skrokka inn í hópinn og við erum að skoða hvað er í boði. Erum ekki að flýta okkur.“ Hvernig leikmanni eruð þið að leita að? „Svona stærri týpu. Allt frá þristi og uppí fimmu.Hvort sem er vængmaður eða senter. Mér finnst við geta aðlagað okkur að báðu. Við erum ss. ekki að leita okkur að einhverri fastri týpu.“ Einhver von á að það verði komið í gegn fyrir leik gegn Haukum? „Nei, það eru engar samræður í gangi þannig ég býst ekki við því.“
KR VÍS-bikarinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira