Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 10:33 Bestu kvenkylfingar heims keppa á LPGA mótaröðinni en nú hafa strangari reglur verið settar um þátttökurétt á mótunum. Getty/David Cannon Kylfingar sem ætla að taka þátt í mótum á LPGA mótaröðinni eða á USGA mótaröð kvenna í golfi verða hér eftir, að hafa fæðst sem konur eða orðið að konum áður en þær urðu kynþroska, til að fá keppnisleyfi. Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024 Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira