Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 08:02 Michael Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. getty/Marcus Brandt Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörður Michaels Schumacher, og tveir aðrir eru til rannsóknar hjá þýsku lögreglunni vegna gruns um að hafa ætlað að hafa af honum fé. Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár og hafði aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um ástand ökuþórsins fyrrverandi. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche var leystur undan störfum hjá Schumacher-fjölskyldunni fyrr á þessu ári eftir að brestir komu í samband hans við hana. Fritsche var ekki sáttur við þær málalyktir og lagði því á ráðin með að kúga fé út úr Schumacher-fjölskyldunni til að hefna sín. Talið er að Fritsche hafi stolið 1.500 skrám af heimili Schumachers. Hann á að hafa komið þeim fyrir á tveimur usb-kubbum og tveimur hörðum diskum dagana áður en hann var rekinn. Um var að ræða myndir, myndbönd, lyfja- og sjúkraskrár Schumachers. Til að aðstoða sig við fjárkúgunina fékk Fritsche til liðs við sig vin sinn, Yilmaz Tozturkan og son hans, Daniel Lins. Sonurinn setti sig í samband við Schumacher-fjölskylduna og talið er að hann hafi sent þeim nokkrar skrár til sönunnar um að þeir hefðu gögnin undir höndum. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa krafist tólf milljóna punda frá Corinnu, eiginkonu Schumachers, gegn því að skila skránum. Þeir hótuðu annars að birta skrárnar á djúpvefnum. Fritsche, sem hóf að vinna fyrir Schumacher-fjölskylduna fjórum mánuðum fyrir skíðaslysið örlagaríka, var handtekinn á heimili sínu í byrjun júlí. Í kjölfarið voru feðgarnir handteknir. Tozturkan er enn í haldi lögreglu en Fritsche og Lins var sleppt gegn tryggingu. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár og hafði aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um ástand ökuþórsins fyrrverandi. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche var leystur undan störfum hjá Schumacher-fjölskyldunni fyrr á þessu ári eftir að brestir komu í samband hans við hana. Fritsche var ekki sáttur við þær málalyktir og lagði því á ráðin með að kúga fé út úr Schumacher-fjölskyldunni til að hefna sín. Talið er að Fritsche hafi stolið 1.500 skrám af heimili Schumachers. Hann á að hafa komið þeim fyrir á tveimur usb-kubbum og tveimur hörðum diskum dagana áður en hann var rekinn. Um var að ræða myndir, myndbönd, lyfja- og sjúkraskrár Schumachers. Til að aðstoða sig við fjárkúgunina fékk Fritsche til liðs við sig vin sinn, Yilmaz Tozturkan og son hans, Daniel Lins. Sonurinn setti sig í samband við Schumacher-fjölskylduna og talið er að hann hafi sent þeim nokkrar skrár til sönunnar um að þeir hefðu gögnin undir höndum. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa krafist tólf milljóna punda frá Corinnu, eiginkonu Schumachers, gegn því að skila skránum. Þeir hótuðu annars að birta skrárnar á djúpvefnum. Fritsche, sem hóf að vinna fyrir Schumacher-fjölskylduna fjórum mánuðum fyrir skíðaslysið örlagaríka, var handtekinn á heimili sínu í byrjun júlí. Í kjölfarið voru feðgarnir handteknir. Tozturkan er enn í haldi lögreglu en Fritsche og Lins var sleppt gegn tryggingu.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira