Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2024 23:15 Oscar Piasstri og Lando Norris komu fyrstir í mark í sprettkeppni katarska kappakstursins í dag. Mark Thompson/Getty Images Oscar Piastri fagnaði sigri í sprettkeppni katarska kappakstursins í Formúlu 1 í dag. Það var hins vegar liðsfélagi hans hjá McLaren, Lando Norris, sem leiddi frá upphafi til enda. Nánast. Norris hóf sprettkeppnina á ráspól og hélt George Russell á Mercedes fyrir aftan sig í upphafi keppninnar. Oscar Piastri ræsti þriðji og náði fljótlega að koma sér fram úr Russell. Piastri hafi mikið fyrir því að halda sér fyrir framan Russell alla keppnina og fékk góða hjálp frá liðsfélaga sínum Norris, sem var fremstur. Á lokametrum keppninnar hægði Norris svo á sér og hleypti Piastri fram úr sér og gaf honum þar með sigurinn. Með þessu var Norris að launa Piastri greiðann, en Piastri hafði hleypt Norris fram úr sér í brasilíska kappakstrinum fyrr í þessum mánuði. Þá átti Norris enn möguleika á að stela heimsmeistaratitlinum af Max Verstappen, en þar sem sá möguleiki var farinn gat Norris gefið Piastri sigurinn í sprettkeppni dagsins. Teamwork really does make the dream work ✨#F1Sprint #QatarGP @McLarenF1 pic.twitter.com/V6BLMe2CDJ— Formula 1 (@F1) November 30, 2024 Í kvöld fór svo tímatakan fyrir kappaksturinn á morgun fram. Nýkrýndi fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar og mun ræsa á ráspól í fyrsta skipti síðan í júní. George Russell á Marcedes ræsir annar og McLaren-mennirnir Norris og Piastri koma þar á eftir. Akstursíþróttir Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Norris hóf sprettkeppnina á ráspól og hélt George Russell á Mercedes fyrir aftan sig í upphafi keppninnar. Oscar Piastri ræsti þriðji og náði fljótlega að koma sér fram úr Russell. Piastri hafi mikið fyrir því að halda sér fyrir framan Russell alla keppnina og fékk góða hjálp frá liðsfélaga sínum Norris, sem var fremstur. Á lokametrum keppninnar hægði Norris svo á sér og hleypti Piastri fram úr sér og gaf honum þar með sigurinn. Með þessu var Norris að launa Piastri greiðann, en Piastri hafði hleypt Norris fram úr sér í brasilíska kappakstrinum fyrr í þessum mánuði. Þá átti Norris enn möguleika á að stela heimsmeistaratitlinum af Max Verstappen, en þar sem sá möguleiki var farinn gat Norris gefið Piastri sigurinn í sprettkeppni dagsins. Teamwork really does make the dream work ✨#F1Sprint #QatarGP @McLarenF1 pic.twitter.com/V6BLMe2CDJ— Formula 1 (@F1) November 30, 2024 Í kvöld fór svo tímatakan fyrir kappaksturinn á morgun fram. Nýkrýndi fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar og mun ræsa á ráspól í fyrsta skipti síðan í júní. George Russell á Marcedes ræsir annar og McLaren-mennirnir Norris og Piastri koma þar á eftir.
Akstursíþróttir Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira