Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar 29. nóvember 2024 07:23 Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun