Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. nóvember 2024 07:12 Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Ein gjöfulustu fiskimið í heimi eru í hafinu undan ströndum Íslands. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá landnámi og er hún grundvöllur byggðar í landinu við sjávarsíðuna. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Kvótakerfinu í sjávarútvegi var komið á til bráðabirgða 1984 og hefur það haft gríðarlegar afleiðingar fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var ákveðið 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag árið 2024. Árangurinn er enginn. Örfáir útgerðarmenn hafa náð til sín stærstum hluta veiðiheimilda og lítt hefur verið skeytt um afkomu sjávarbyggðanna. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim og sjávarbyggðunum hefur hnignað og íbúum fækkar og margar þeirra eru brothættar byggðir. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofna og á einungis að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Stjórnarskráin er skýr þegar kemur að atvinnufrelsi og segir þar að; öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. (75. gr.) Handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum og á því að gefa frjálsar. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Það eru ekki almannahagsmunir fyrir hendi til að takmarka handfæraveiðar við Íslandsstrendur. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Í lögbók Íslendinga um árhundruð, Jónsbók frá 1282, sem enn eru kaflar úr í lagasafninu segir eftirfarandi: Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju. Handfæraveiðar voru stundaðar öldum saman við Íslandsstrendur, alveg frá landnámi, þar til kvótakerfinu var komið á fót. Strandveiðar hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir og hleypt nýju lífi í byggðarlögin þann stutta tíma sem þær hafa verið leyfðar á sumrin. Til að tryggja áframhaldandi búsetu við sjávarsíðuna verður að viðurkenna nýtingarrétt sjávarbyggðanna. Það er viðurkenning á atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna. Mikilvægt er að endurreisa þennan rétt íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum með rekstri lítilla fjölskyldufyrirtækja sem gera út á strandveiðar. Öflug smábátaútgerð mun hleypa nýju lífi í sjávarbyggðirnar og er forsenda fjölbreytts atvinnulífs og mannlífs. Það heldur landinu öllu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Strandveiðar eru umhverfisvænar og valda minnstu raski í hafrýminu enda stundaðar á kyrrstæð veiðarfæri, krók. Þær hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa gefið nýjum aðilum og ungu fólki tækifæri til hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Aflahámark sem takmarkar fiskveiðar á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Þetta er einnig barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða. Flokkur fólksins hefur það sem forgangsmál að stórefla strandveiðar og gefa frjálsar handfæraveiðar smábáta. Íbúar sjávarbyggða skulu njóta aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um landið. Lagfæra þarf handónýtt byggðakvótakerfi fjórflokksins. Breytum lögum og kveðum á um að allur afli skuli fara á markað, til að tryggja sanngjarnt uppgjör til sjómanna. Þetta eru allt skref til sátta í deilum um sjávarútvegsmál, sem hafa áratugum saman skaðað tiltrú almennings á stjórnkerfið og stjórnmálin. Flokkur fólksins mun gera frjálsar handfæraveiðar og réttindabaráttu sjávarbyggðanna að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum x-F. Kjósum atvinnufrelsi og frjálsar krókaveiðar til handa íbúum sjávarbyggðanna. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður og oddviti F-lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Byggðamál Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Ein gjöfulustu fiskimið í heimi eru í hafinu undan ströndum Íslands. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá landnámi og er hún grundvöllur byggðar í landinu við sjávarsíðuna. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Kvótakerfinu í sjávarútvegi var komið á til bráðabirgða 1984 og hefur það haft gríðarlegar afleiðingar fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var ákveðið 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag árið 2024. Árangurinn er enginn. Örfáir útgerðarmenn hafa náð til sín stærstum hluta veiðiheimilda og lítt hefur verið skeytt um afkomu sjávarbyggðanna. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim og sjávarbyggðunum hefur hnignað og íbúum fækkar og margar þeirra eru brothættar byggðir. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofna og á einungis að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Stjórnarskráin er skýr þegar kemur að atvinnufrelsi og segir þar að; öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. (75. gr.) Handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum og á því að gefa frjálsar. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Það eru ekki almannahagsmunir fyrir hendi til að takmarka handfæraveiðar við Íslandsstrendur. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Í lögbók Íslendinga um árhundruð, Jónsbók frá 1282, sem enn eru kaflar úr í lagasafninu segir eftirfarandi: Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju. Handfæraveiðar voru stundaðar öldum saman við Íslandsstrendur, alveg frá landnámi, þar til kvótakerfinu var komið á fót. Strandveiðar hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir og hleypt nýju lífi í byggðarlögin þann stutta tíma sem þær hafa verið leyfðar á sumrin. Til að tryggja áframhaldandi búsetu við sjávarsíðuna verður að viðurkenna nýtingarrétt sjávarbyggðanna. Það er viðurkenning á atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna. Mikilvægt er að endurreisa þennan rétt íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum með rekstri lítilla fjölskyldufyrirtækja sem gera út á strandveiðar. Öflug smábátaútgerð mun hleypa nýju lífi í sjávarbyggðirnar og er forsenda fjölbreytts atvinnulífs og mannlífs. Það heldur landinu öllu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Strandveiðar eru umhverfisvænar og valda minnstu raski í hafrýminu enda stundaðar á kyrrstæð veiðarfæri, krók. Þær hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa gefið nýjum aðilum og ungu fólki tækifæri til hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Aflahámark sem takmarkar fiskveiðar á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Þetta er einnig barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða. Flokkur fólksins hefur það sem forgangsmál að stórefla strandveiðar og gefa frjálsar handfæraveiðar smábáta. Íbúar sjávarbyggða skulu njóta aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um landið. Lagfæra þarf handónýtt byggðakvótakerfi fjórflokksins. Breytum lögum og kveðum á um að allur afli skuli fara á markað, til að tryggja sanngjarnt uppgjör til sjómanna. Þetta eru allt skref til sátta í deilum um sjávarútvegsmál, sem hafa áratugum saman skaðað tiltrú almennings á stjórnkerfið og stjórnmálin. Flokkur fólksins mun gera frjálsar handfæraveiðar og réttindabaráttu sjávarbyggðanna að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum x-F. Kjósum atvinnufrelsi og frjálsar krókaveiðar til handa íbúum sjávarbyggðanna. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður og oddviti F-lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar