Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 27. nóvember 2024 16:32 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðatrausts hjá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Þetta sýna kannanir. Til þess að það nái fram að ganga verður Samfylkingin að fá sterka kosningu á laugardaginn og verða stærsti flokkurinn að loknum kosningum. Við breyttum flokknum og unnum planið í samstarfi við fólkið í landinu Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum í kosningunum á laugardaginn. Plan sem unnið var í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún Frostadóttir hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Glundroði Sjálfstæðisflokksins eða nýtt upphaf með Samfylkingunni? Það er komið að ögurstundu í íslensku samfélagi. Viljum við meira af sama hægra ruglinu undir forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem hver ríkisstjórnin á fætur annarri springur af því Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur, þar sem skattbyrðinni er velt af þeim ríkustu yfir á þau efnaminni og innviðaskuldin eykst frá ári til árs? Eða viljum við nýtt upphaf með Samfylkingunni? Samfylkingin er eini flokkurinn sem tryggir breytingar Samfylkingin er með nýja og trausta forystu og kannanir sýna að kjósendur treysta formanni flokksins best til þess að verða næsti forsætisráðherra. Við erum með plan um það hvernig við ætlum stýra landinu og við erum eini flokkurinn sem leggur alla áherslu á að byggja upp sterkari innviði. Við ætlum að; lækka kostnað heimila og fyrirtækja með því að ná tökum á efnahagsmálunum og negla niður vextina, laga heilbrigðiskerfið þar sem að allir fái fastan heimilislækni á næstu árum, standa með ungu fólki með bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði og tryggja örugga afkomu um ævina alla með með því að hækka lífeyri TR í takt við laun og með nýju fæðingarorlofskerfi. Nýtum tækifærið til breytinga Kæru kjósendur! Öll skynjum við að nú er sögulegt tækifæri til breytinga á Íslandi. Samfylkingin er tilbúin til verka. Nýtum tækifærið á laugardaginn og kjósum breytingar! Samfylkingin er flokkurinn sem tryggir breytingar. X-S á laugardaginn. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hafnarfjörður Suðvesturkjördæmi Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðatrausts hjá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Þetta sýna kannanir. Til þess að það nái fram að ganga verður Samfylkingin að fá sterka kosningu á laugardaginn og verða stærsti flokkurinn að loknum kosningum. Við breyttum flokknum og unnum planið í samstarfi við fólkið í landinu Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum í kosningunum á laugardaginn. Plan sem unnið var í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún Frostadóttir hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Glundroði Sjálfstæðisflokksins eða nýtt upphaf með Samfylkingunni? Það er komið að ögurstundu í íslensku samfélagi. Viljum við meira af sama hægra ruglinu undir forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem hver ríkisstjórnin á fætur annarri springur af því Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur, þar sem skattbyrðinni er velt af þeim ríkustu yfir á þau efnaminni og innviðaskuldin eykst frá ári til árs? Eða viljum við nýtt upphaf með Samfylkingunni? Samfylkingin er eini flokkurinn sem tryggir breytingar Samfylkingin er með nýja og trausta forystu og kannanir sýna að kjósendur treysta formanni flokksins best til þess að verða næsti forsætisráðherra. Við erum með plan um það hvernig við ætlum stýra landinu og við erum eini flokkurinn sem leggur alla áherslu á að byggja upp sterkari innviði. Við ætlum að; lækka kostnað heimila og fyrirtækja með því að ná tökum á efnahagsmálunum og negla niður vextina, laga heilbrigðiskerfið þar sem að allir fái fastan heimilislækni á næstu árum, standa með ungu fólki með bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði og tryggja örugga afkomu um ævina alla með með því að hækka lífeyri TR í takt við laun og með nýju fæðingarorlofskerfi. Nýtum tækifærið til breytinga Kæru kjósendur! Öll skynjum við að nú er sögulegt tækifæri til breytinga á Íslandi. Samfylkingin er tilbúin til verka. Nýtum tækifærið á laugardaginn og kjósum breytingar! Samfylkingin er flokkurinn sem tryggir breytingar. X-S á laugardaginn. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar