Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 27. nóvember 2024 16:32 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðatrausts hjá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Þetta sýna kannanir. Til þess að það nái fram að ganga verður Samfylkingin að fá sterka kosningu á laugardaginn og verða stærsti flokkurinn að loknum kosningum. Við breyttum flokknum og unnum planið í samstarfi við fólkið í landinu Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum í kosningunum á laugardaginn. Plan sem unnið var í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún Frostadóttir hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Glundroði Sjálfstæðisflokksins eða nýtt upphaf með Samfylkingunni? Það er komið að ögurstundu í íslensku samfélagi. Viljum við meira af sama hægra ruglinu undir forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem hver ríkisstjórnin á fætur annarri springur af því Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur, þar sem skattbyrðinni er velt af þeim ríkustu yfir á þau efnaminni og innviðaskuldin eykst frá ári til árs? Eða viljum við nýtt upphaf með Samfylkingunni? Samfylkingin er eini flokkurinn sem tryggir breytingar Samfylkingin er með nýja og trausta forystu og kannanir sýna að kjósendur treysta formanni flokksins best til þess að verða næsti forsætisráðherra. Við erum með plan um það hvernig við ætlum stýra landinu og við erum eini flokkurinn sem leggur alla áherslu á að byggja upp sterkari innviði. Við ætlum að; lækka kostnað heimila og fyrirtækja með því að ná tökum á efnahagsmálunum og negla niður vextina, laga heilbrigðiskerfið þar sem að allir fái fastan heimilislækni á næstu árum, standa með ungu fólki með bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði og tryggja örugga afkomu um ævina alla með með því að hækka lífeyri TR í takt við laun og með nýju fæðingarorlofskerfi. Nýtum tækifærið til breytinga Kæru kjósendur! Öll skynjum við að nú er sögulegt tækifæri til breytinga á Íslandi. Samfylkingin er tilbúin til verka. Nýtum tækifærið á laugardaginn og kjósum breytingar! Samfylkingin er flokkurinn sem tryggir breytingar. X-S á laugardaginn. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hafnarfjörður Suðvesturkjördæmi Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðatrausts hjá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Þetta sýna kannanir. Til þess að það nái fram að ganga verður Samfylkingin að fá sterka kosningu á laugardaginn og verða stærsti flokkurinn að loknum kosningum. Við breyttum flokknum og unnum planið í samstarfi við fólkið í landinu Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum í kosningunum á laugardaginn. Plan sem unnið var í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún Frostadóttir hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Glundroði Sjálfstæðisflokksins eða nýtt upphaf með Samfylkingunni? Það er komið að ögurstundu í íslensku samfélagi. Viljum við meira af sama hægra ruglinu undir forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem hver ríkisstjórnin á fætur annarri springur af því Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur, þar sem skattbyrðinni er velt af þeim ríkustu yfir á þau efnaminni og innviðaskuldin eykst frá ári til árs? Eða viljum við nýtt upphaf með Samfylkingunni? Samfylkingin er eini flokkurinn sem tryggir breytingar Samfylkingin er með nýja og trausta forystu og kannanir sýna að kjósendur treysta formanni flokksins best til þess að verða næsti forsætisráðherra. Við erum með plan um það hvernig við ætlum stýra landinu og við erum eini flokkurinn sem leggur alla áherslu á að byggja upp sterkari innviði. Við ætlum að; lækka kostnað heimila og fyrirtækja með því að ná tökum á efnahagsmálunum og negla niður vextina, laga heilbrigðiskerfið þar sem að allir fái fastan heimilislækni á næstu árum, standa með ungu fólki með bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði og tryggja örugga afkomu um ævina alla með með því að hækka lífeyri TR í takt við laun og með nýju fæðingarorlofskerfi. Nýtum tækifærið til breytinga Kæru kjósendur! Öll skynjum við að nú er sögulegt tækifæri til breytinga á Íslandi. Samfylkingin er tilbúin til verka. Nýtum tækifærið á laugardaginn og kjósum breytingar! Samfylkingin er flokkurinn sem tryggir breytingar. X-S á laugardaginn. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar