Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 21:01 Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun