Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 11:47 Sem ráðherra nýsköpunar hef ég lagt sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Ég, eins og raunar langflestir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem ég hef rætt við, er sannfærð um nauðsyn þess að ryðja braut nýrra strauma, hugsunar og aðferða í heilbrigðiskerfinu. Í heilbrigðiskerfinu starfar fólk sem setur velferð okkar í fyrsta sæti. Í þeim hópi leynast víða miklir frumkvöðlar með góðar og mikilvægar hugmyndir. Við þurfum að nýta nýjar lausnir til að létta á álagi og styðja betur við starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og bætum þjónustu við sjúklinga, styttum biðlista og aukum hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Nýsköpun og nýting gervigreindar eru forsenda þess að okkur takist að nýta betur sameiginlega fjármuni sem renna til heilbrigðiskerfisins og um leið tryggja að sú mikla þekking og hæfileikar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn búa yfir, sé ekki sóað í skriffinnsku vegna gamaldags kerfis. Spennitreyja skriffinsku Ég hef litið á það sem skyldu mína að berjast fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk verði leyst úr spennitreyju skriffinnsku sem um leið tryggir sjúklingum betri, öruggari og skjótari þjónustu. En kerfið leggur því miður stein í götu frumkvöðla og heilbrigðisstarfsmanna sem þróa nýjar lausnir – lausnir sem munu spara ómælda fjármuni og gjörbreyta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til hins betra, draga úr álagi og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að sinna sjúklingum. Við megum ekki vera hrædd við að nýta okkur tækni og hugvit við að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Ég hef átt fjölmörg samtöl við lækna og frumkvöðla á síðustu árum um nýsköpun. Áhuginn og þekkingin er svo sannarlega fyrir hendi. En oft er kerfið áhugalaust. Gagnrýnin beinist ekki síst að landlæknisembættinu og því hversu seint og flókið ferlið getur verið koma nýjum tæknilausnum í gegnum nálarauga kerfisins. Þeir sem starfa innan heilbrigðisgeirans hafa lýst því hvernig þróun og innleiðing tæknilausna, svo sem rafrænna sjúkraskráa eða annarra stafrænna lausna, taki óhóflega langan tíma vegna tregðu kerfisins. Þetta hefur haft þau áhrif að nýjungar sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og einfaldað vinnu heilbrigðisstarfsfólks eru settar á bið, jafnvel svo árum skiptir. Ég vakti athygli á þessu í grein á Vísi fyrir nokkrum dögum m.a. í ljósi frétta af ágreiningi og málaferlum Landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Ekki í fyrsta skipti. Með hliðsjón af því að Samfylkingin teflir landlækni fram sem ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytinu var illa undan því vikist að draga það fram í dagsljósið hve litla samleið landlæknir og nýsköpun hafa átt á síðustu árum. Í greininni benti ég á dæmi um hvernig kerfið hefur hreinlega beitt sér gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Það þarf meira til Greinin vakti hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna Samfylkingar og kerfisins. Það kom ekki á óvart. Gagnrýnin mín og ábendingar standa óhögguð. Aldrei var ég að mælast gegn því að nýsköpunarfyrirtækjum og nýjum lausnum séu settar skýrar leiðbeiningar, né að nýsköpun sé innleidd í blindni. En ég hef skilning á, að þeim svíði undan skrifum sem vilja verja Samfylkinguna og óbreytt ástand og vilji afvegaleiða umræðuna frá því sem ég var raunverulega að benda á og skiptir sköpum. Það skiptir okkur öll miklu að landlæknir ýti undir skapandi hugsun allra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins alveg með sama hætti og heilbrigðisráðherra tryggi að framsæknar hugmyndir og nýjar lausnir fái að blómstra. Í stað þess að reisa hindranir gagnvart frumkvöðlum eiga yfirvöld heilbrigðismála að leggjast á árarnar með hugvitinu. Lausnin er ekki svo einföld að heimilislæknir á mann dugi til. Við vitum öll að það þarf meira til. Það er allt undir nú þegar þjóðin eldist og lífsstílssjúkdómar fara vaxandi að við getum tekið umræðu um lýðheilsu og heilsueflingu. Við eigum að efla og hjálpa einstaklingum að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í verki sýnt hve mikla áherslu hann leggur á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins – ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Ég er og verð alltaf í liði með fólki og hugvitinu. Samfylkingin er í einhverju allt öðru liði. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Sem ráðherra nýsköpunar hef ég lagt sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Ég, eins og raunar langflestir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem ég hef rætt við, er sannfærð um nauðsyn þess að ryðja braut nýrra strauma, hugsunar og aðferða í heilbrigðiskerfinu. Í heilbrigðiskerfinu starfar fólk sem setur velferð okkar í fyrsta sæti. Í þeim hópi leynast víða miklir frumkvöðlar með góðar og mikilvægar hugmyndir. Við þurfum að nýta nýjar lausnir til að létta á álagi og styðja betur við starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og bætum þjónustu við sjúklinga, styttum biðlista og aukum hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Nýsköpun og nýting gervigreindar eru forsenda þess að okkur takist að nýta betur sameiginlega fjármuni sem renna til heilbrigðiskerfisins og um leið tryggja að sú mikla þekking og hæfileikar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn búa yfir, sé ekki sóað í skriffinnsku vegna gamaldags kerfis. Spennitreyja skriffinsku Ég hef litið á það sem skyldu mína að berjast fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk verði leyst úr spennitreyju skriffinnsku sem um leið tryggir sjúklingum betri, öruggari og skjótari þjónustu. En kerfið leggur því miður stein í götu frumkvöðla og heilbrigðisstarfsmanna sem þróa nýjar lausnir – lausnir sem munu spara ómælda fjármuni og gjörbreyta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til hins betra, draga úr álagi og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að sinna sjúklingum. Við megum ekki vera hrædd við að nýta okkur tækni og hugvit við að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Ég hef átt fjölmörg samtöl við lækna og frumkvöðla á síðustu árum um nýsköpun. Áhuginn og þekkingin er svo sannarlega fyrir hendi. En oft er kerfið áhugalaust. Gagnrýnin beinist ekki síst að landlæknisembættinu og því hversu seint og flókið ferlið getur verið koma nýjum tæknilausnum í gegnum nálarauga kerfisins. Þeir sem starfa innan heilbrigðisgeirans hafa lýst því hvernig þróun og innleiðing tæknilausna, svo sem rafrænna sjúkraskráa eða annarra stafrænna lausna, taki óhóflega langan tíma vegna tregðu kerfisins. Þetta hefur haft þau áhrif að nýjungar sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og einfaldað vinnu heilbrigðisstarfsfólks eru settar á bið, jafnvel svo árum skiptir. Ég vakti athygli á þessu í grein á Vísi fyrir nokkrum dögum m.a. í ljósi frétta af ágreiningi og málaferlum Landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Ekki í fyrsta skipti. Með hliðsjón af því að Samfylkingin teflir landlækni fram sem ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytinu var illa undan því vikist að draga það fram í dagsljósið hve litla samleið landlæknir og nýsköpun hafa átt á síðustu árum. Í greininni benti ég á dæmi um hvernig kerfið hefur hreinlega beitt sér gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Það þarf meira til Greinin vakti hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna Samfylkingar og kerfisins. Það kom ekki á óvart. Gagnrýnin mín og ábendingar standa óhögguð. Aldrei var ég að mælast gegn því að nýsköpunarfyrirtækjum og nýjum lausnum séu settar skýrar leiðbeiningar, né að nýsköpun sé innleidd í blindni. En ég hef skilning á, að þeim svíði undan skrifum sem vilja verja Samfylkinguna og óbreytt ástand og vilji afvegaleiða umræðuna frá því sem ég var raunverulega að benda á og skiptir sköpum. Það skiptir okkur öll miklu að landlæknir ýti undir skapandi hugsun allra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins alveg með sama hætti og heilbrigðisráðherra tryggi að framsæknar hugmyndir og nýjar lausnir fái að blómstra. Í stað þess að reisa hindranir gagnvart frumkvöðlum eiga yfirvöld heilbrigðismála að leggjast á árarnar með hugvitinu. Lausnin er ekki svo einföld að heimilislæknir á mann dugi til. Við vitum öll að það þarf meira til. Það er allt undir nú þegar þjóðin eldist og lífsstílssjúkdómar fara vaxandi að við getum tekið umræðu um lýðheilsu og heilsueflingu. Við eigum að efla og hjálpa einstaklingum að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í verki sýnt hve mikla áherslu hann leggur á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins – ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Ég er og verð alltaf í liði með fólki og hugvitinu. Samfylkingin er í einhverju allt öðru liði. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun