Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 11:37 Kári Kristján Kristjánsson er kominn í bann fyrir höggið sem hann veitti Haukamanni. Vísir/Hulda Margrét Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd Handknattleikssambands Íslands eftir að hann sló leikmann Hauka í andlitið. Kári sló Skarphéðin Ívar Einarsson, leikmann Hauka, í andlitið, án nokkurs fyrirvara, í bikarleik á Ásvöllum á sunnudaginn. Atvikið má sjá á upptöku á vef RÚV, eftir 1:16:33, en það átti sér stað um miðjan seinni hálfleik, í stöðunni 25-19. Dómarar leiksins sáu ekki atvikið og Kári hlaut því enga refsingu í leiknum sjálfum, sem Haukar unnu hvort sem er með miklum mun, 37-29. Ekki refsað fyrir brot í leik við Fram Samkvæmt reglum sem tóku gildi í september 2020 gat framkvæmdastjóri HSÍ sent aganefnd erindi vegna málsins, eftir að ljóst var að dómarar hefðu ekki séð brotið. Framkvæmdastjórinn sendi raunar erindi vegna tveggja mála, því Kári virtist einnig gerast sekur um gróft brot í deildarleik gegn Fram. Í rökstuðningi fyrir banninu vegna höggs Kára gegn Haukum segir: „Með vísan til þess að um var að ræða illkvittna aðgerð gegn óviðbúnum mótherja í skilningi reglu 8:6 b), er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann.“ Bannið tekur strax gildi. Aganefnd refsar Kára hins vegar ekki vegna leiksins við Fram og segir að út frá upptöku af því atviki hafi verið erfiðara að slá nokkru föstu. Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Handbolti Mest lesið Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti „Hann sem klárar dæmið“ Körfubolti Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Sjá meira
Kári sló Skarphéðin Ívar Einarsson, leikmann Hauka, í andlitið, án nokkurs fyrirvara, í bikarleik á Ásvöllum á sunnudaginn. Atvikið má sjá á upptöku á vef RÚV, eftir 1:16:33, en það átti sér stað um miðjan seinni hálfleik, í stöðunni 25-19. Dómarar leiksins sáu ekki atvikið og Kári hlaut því enga refsingu í leiknum sjálfum, sem Haukar unnu hvort sem er með miklum mun, 37-29. Ekki refsað fyrir brot í leik við Fram Samkvæmt reglum sem tóku gildi í september 2020 gat framkvæmdastjóri HSÍ sent aganefnd erindi vegna málsins, eftir að ljóst var að dómarar hefðu ekki séð brotið. Framkvæmdastjórinn sendi raunar erindi vegna tveggja mála, því Kári virtist einnig gerast sekur um gróft brot í deildarleik gegn Fram. Í rökstuðningi fyrir banninu vegna höggs Kára gegn Haukum segir: „Með vísan til þess að um var að ræða illkvittna aðgerð gegn óviðbúnum mótherja í skilningi reglu 8:6 b), er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann.“ Bannið tekur strax gildi. Aganefnd refsar Kára hins vegar ekki vegna leiksins við Fram og segir að út frá upptöku af því atviki hafi verið erfiðara að slá nokkru föstu.
Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Handbolti Mest lesið Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti „Hann sem klárar dæmið“ Körfubolti Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Sjá meira