Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir skrifa 21. nóvember 2024 09:15 Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Börn og uppeldi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun