Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Árni Sæberg skrifar 20. nóvember 2024 11:51 Sorpa þarf að öllum líkindum að stofna hlutafélag. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur farið fram á það að hagnaðardrifinn hluti Sorpu verði færður í hlutafélag. Þannig muni ólögmæt ríkisaðstoð í formi undanþágu tekjuskattskyldu falla niður. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi í kjölfar kvörtunar verið með til meðferðar mál sem varðar meinta ólögmæta ríkisaðstoð til Sorpu í formi undanþágu frá tekjuskatti. Sorpa bjóði upp á fjölbreytta þjónustu auk þess að sinna meðhöndlun á heimilisúrgangi. Sorpa reki stórar móttöku-, förgunar- og endurvinnslustöðvar fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Vegna stöðu sinnar sem samvinnufélag í eigu sveitarfélaga sé Sorpa undanþegin greiðslu tekjuskatts og kvartandi hafi talið það fela í sér röskun á samkeppni. Má ekki lengur samkvæmt EES-samningnum Árið 2023 hafi ESA upplýst íslensk stjórnvöld um bráðabirgðaniðurstöðu sína að undanþága Sorpu frá tekjuskatti fæli í sér „viðvarandi aðstoð“ þar sem ráðstöfunin hefði verið í gildi frá því fyrir gildistöku EES-samningsins. ESA hafi komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að umrædd ríkisaðstoð samrýmdist ekki lengur EES-samningnum og því bæri að afnema hana. Þar sem tekjuskattsundanþágan teldist viðvarandi aðstoð þyrftu íslensk stjórnvöld ekki að endurheimta aðstoð sem veitt hefur verið áður. Hafa til 2027 til að bregðast við Íslensk stjórnvöld hafi fallist á röksemdir ESA og hafi í kjölfarið rætt mögulegar lausnir við ESA. Á grundvelli þeirra úrræða sem íslensk stjórnvald hafi borið undir ESA hafi ESA í ákvörðuninni í dag lagt til nokkrar aðgerðir, þar á meðal að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu færist yfir í hlutafélag sem ber tekjuskatt. Það myndi stuðla að því að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði og að farið yrði að EES-rétti. Íslensk stjórnvöld hafi nú einn mánuð til að tilkynna ESA hvort þau samþykki umræddar aðgerðir. Ef íslensk stjórnvöld fallast ekki á tillögurnar geti ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Verði aðgerðirnar samþykktar þurfi að hrinda þeim í framkvæmd fyrir 1. janúar 2027. Sorpa Sorphirða Evrópusambandið Skattar og tollar EFTA Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi í kjölfar kvörtunar verið með til meðferðar mál sem varðar meinta ólögmæta ríkisaðstoð til Sorpu í formi undanþágu frá tekjuskatti. Sorpa bjóði upp á fjölbreytta þjónustu auk þess að sinna meðhöndlun á heimilisúrgangi. Sorpa reki stórar móttöku-, förgunar- og endurvinnslustöðvar fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Vegna stöðu sinnar sem samvinnufélag í eigu sveitarfélaga sé Sorpa undanþegin greiðslu tekjuskatts og kvartandi hafi talið það fela í sér röskun á samkeppni. Má ekki lengur samkvæmt EES-samningnum Árið 2023 hafi ESA upplýst íslensk stjórnvöld um bráðabirgðaniðurstöðu sína að undanþága Sorpu frá tekjuskatti fæli í sér „viðvarandi aðstoð“ þar sem ráðstöfunin hefði verið í gildi frá því fyrir gildistöku EES-samningsins. ESA hafi komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að umrædd ríkisaðstoð samrýmdist ekki lengur EES-samningnum og því bæri að afnema hana. Þar sem tekjuskattsundanþágan teldist viðvarandi aðstoð þyrftu íslensk stjórnvöld ekki að endurheimta aðstoð sem veitt hefur verið áður. Hafa til 2027 til að bregðast við Íslensk stjórnvöld hafi fallist á röksemdir ESA og hafi í kjölfarið rætt mögulegar lausnir við ESA. Á grundvelli þeirra úrræða sem íslensk stjórnvald hafi borið undir ESA hafi ESA í ákvörðuninni í dag lagt til nokkrar aðgerðir, þar á meðal að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu færist yfir í hlutafélag sem ber tekjuskatt. Það myndi stuðla að því að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði og að farið yrði að EES-rétti. Íslensk stjórnvöld hafi nú einn mánuð til að tilkynna ESA hvort þau samþykki umræddar aðgerðir. Ef íslensk stjórnvöld fallast ekki á tillögurnar geti ESA hafið formlega rannsókn á málinu. Verði aðgerðirnar samþykktar þurfi að hrinda þeim í framkvæmd fyrir 1. janúar 2027.
Sorpa Sorphirða Evrópusambandið Skattar og tollar EFTA Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira