Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 20. nóvember 2024 11:31 Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar