Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 20. nóvember 2024 11:31 Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun