Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 08:32 Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Konráð S. Guðjónsson Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun