Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 08:32 Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Konráð S. Guðjónsson Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar