Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. nóvember 2024 06:17 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun