Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Viðreisn María Rut Kristinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun