Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Viðreisn María Rut Kristinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun