Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Viðreisn María Rut Kristinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun