200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar 15. nóvember 2024 10:03 Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar