„Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2024 08:31 Michael Schumacher og Damon Hill öttu kappi í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar. getty/Pascal Rondeau Þrátt fyrir að vel til vina utan akstursbrautarinnar voru þeir Michael Schumacher og Damon Hill svarnir fjendur þegar keppni stóð yfir. Schumacher og Hill börðust um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 þrjú ár í röð á miðjum 10. áratug síðustu aldar. Schumacher varð heimsmeistari 1994 og 1995 en Hill 1996. Frægasta rimma þeirra var í lokakeppni tímabilsins 1994. Þeir lentu þá í árekstri og þurftu báðir að hætta keppni. Schumacher gat þó leyft sér að fagna eftir kappaksturinn því hann varð heimsmeistari, einu stigi á undan Hill. Englendingurinn segist hafa kunnað vel við Þjóðverjann utan brautarinnar en á meðan keppni stóð fauk vinskapurinn út um gluggann. „Okkur Michael kom vel saman en á brautinni hötuðum við hvorn annan. Það var ekkert annað í boði ef þú ætlaðir að verða heimsmeistari. Það var ekkert pláss fyrir vinahót,“ sagði Hill við BILD. „Þú verður að nýta þér alla veikleika andstæðingsins og hamra á því. Michael var sérfræðingur í sálfræðistríðinu. Hann lét mér líða eins og ég væri gagnslaus og hæfileikalaus. Hann sagði fjölmiðlum það líka. Og vegna þess að hann vann margar keppnir var engin ástæða til annars en að trúa honum.“ Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Schumacher og Hill börðust um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 þrjú ár í röð á miðjum 10. áratug síðustu aldar. Schumacher varð heimsmeistari 1994 og 1995 en Hill 1996. Frægasta rimma þeirra var í lokakeppni tímabilsins 1994. Þeir lentu þá í árekstri og þurftu báðir að hætta keppni. Schumacher gat þó leyft sér að fagna eftir kappaksturinn því hann varð heimsmeistari, einu stigi á undan Hill. Englendingurinn segist hafa kunnað vel við Þjóðverjann utan brautarinnar en á meðan keppni stóð fauk vinskapurinn út um gluggann. „Okkur Michael kom vel saman en á brautinni hötuðum við hvorn annan. Það var ekkert annað í boði ef þú ætlaðir að verða heimsmeistari. Það var ekkert pláss fyrir vinahót,“ sagði Hill við BILD. „Þú verður að nýta þér alla veikleika andstæðingsins og hamra á því. Michael var sérfræðingur í sálfræðistríðinu. Hann lét mér líða eins og ég væri gagnslaus og hæfileikalaus. Hann sagði fjölmiðlum það líka. Og vegna þess að hann vann margar keppnir var engin ástæða til annars en að trúa honum.“ Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira